Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 906  —  384. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um aðkomu einkaaðila að fangelsismálum og útlendingamálum.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðkomu einkaaðila að fangavörslu eða annarri grunnstarfsemi fangelsa, svo sem með því að bjóða út ákveðin verkefni og gera þjónustusamninga við einkafyrirtæki? Ef svo er, hvenær og með hvaða hætti?
    Engar áætlanir um slíkt eru fyrirliggjandi og engar ákvarðanir hafa verið teknar.

     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir aðkomu einkaaðila að framkvæmd ákvarðana Útlendingastofnunar og fylgd umsækjenda um alþjóðlega vernd úr landi eftir synjun umsóknar um slíka vernd? Ef svo er, hvenær og með hvaða hætti?
    Engar áætlanir um slíkt eru fyrirliggjandi og engar ákvarðanir hafa verið teknar.

     3.      Hefur ráðherra hafið vinnu í ráðuneytinu við þær breytingar í fangelsismálum og útlendingamálum sem að framan greinir, svo sem með greiningu á kostum og göllum útvistunar og aukins einkareksturs í þessum málaflokkum?

    Nei, en ávallt er í gangi vinna í ráðuneytinu um hvernig hægt sé að ná markmiðum um bætta þjónustu, aukna skilvirkni og betri nýtingu fjármuna til að sinna þeim verkefnum sem heyra undir ráðuneytið. Á það við um fullnustu refsinga (fangelsismál) eins og aðra málaflokka og málefnasvið sem heyra undir ráðuneytið og ber að sinna lögum samkvæmt.