Ferill 336. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 919  —  336. mál.
Leiðrétt tafla.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni um aðild ríkisfyrirtækja að Samtökum atvinnulífsins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða ríkisfyrirtæki, þ.e. félög sem íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi eignarhluti í, eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þeirra?
     2.      Hvað hafa fyrirtækin greitt í árgjöld og félagsgjöld til Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þeirra á tímabilinu 2010–2021, sundurliðað eftir árum?

    Svarið byggist á upplýsingum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið óskaði eftir frá félögum sem ríkið á ráðandi hlut í.
    Eftirfarandi ríkisfélög eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þeirra, þar á meðal Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum iðnaðarins, Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar og Samtökum fjármálafyrirtækja:
     1.      Neyðarlínan ohf.
     2.      Isavia ohf. og Fríhöfnin ehf.
     3.      Betri samgöngur ohf.
     4.      RARIK ohf.
     5.      Matís ohf.
     6.      Landsvirkjun
     7.      Íslandspóstur hf.
     8.      Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
     9.      Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf.
     10.      Íslandsbanki
     11.      Landsbankinn hf.
     12.      Orkubú Vestfjarða ohf.
     13.      Ríkisútvarpið ohf.
    Ofangreind félög sendu ráðuneytinu eftirfarandi upplýsingar um greidd árgjöld og félagsgjöld fyrir þau ár umbeðins tímabils þegar ráðandi hlutur í þeim var í eigu ríkisins.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.