Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 922  —  231. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um tollvörslu.


     1.      Hversu margir tollverðir starfa við hverja tollhöfn og hve mörg voru stöðugildin við hverja tollhöfn ár hvert árin 2011–2021?
    Alls eru 23 tollhafnir á landinu, sbr. ákvæði 1. gr. reglugerðar nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru. Tollverðir aka á milli tollhafna og annarra hafna til að sinna tolleftirliti.

Tafla 1. Fjöldi tollvarða í þeim tollhöfnum þar sem tollverðir hafa starfað á tímabilinu 2011–2021. Tollverðir eru staðsettir í tollhöfnum á Seyðisfirði og Eskifirði en í töflunni heyra þær undir Austurland.

Tollhafnir 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Akureyri 2 2 2 2 2 2 3 2 2 2 1
Austurland 3 4 5 5 4 4 4 4 4 4 3
Reykjavík 52 55 57 54 52 52 51 51 55 47 45
Ísafjörður 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Selfoss 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0
Keflavíkurflugvöllur 48 46 48 47 46 46 62 60 58 49 46
Vestmannaeyjar 2 2 2 2 2 1 1 1 1 1 1
Samtals 109 111 116 112 108 107 123 119 121 104 97

     2.      Hversu margir flutningagámar sem höfðu að geyma vörur sem þurftu tollafgreiðslu bárust til landsins ár hvert árin 2011–2021?
    Tollgæsla heldur ekki mælingar yfir fjölda gáma eða gámaeininga sem eru skoðaðar í innflutningi. Ástæðan er sú að einn gámur getur verið ein vörusending en einnig geta verið margar vörusendingar í einum gámi. Mælingar tollgæslu eru gerðar út frá fjölda vörusendinga og verður því svarað út frá þeirri forsendu.
    Í svörum við 2. og 3. tölul. fyrirspurnar er horft til almennra vörusendinga og hraðsendinga en í svari við 5. tölul. er horft til þeirra póstsendinga sem teljast til smásendinga.
    Almennar vörusendingar eru sjó- eða flugsendingar, þ.m.t. póstsendingar til fyrirtækja sem og póstsendingar til einstaklinga að verðmæti 40.000 kr. og yfir. Hraðsendingar eru sendingar sem fluttar eru hingað til lands með flugi, fyrir milligöngu tollmiðlara, í samvinnu við erlend hraðflutningafyrirtæki.

Tafla 2. Fjöldi almennra vörusendinga og hraðsendinga á landsvísu árin 2011–2021.

Almennar vörusendingar Hraðsendingar
2011 183.425 158.608
2012 183.750 170.809
2013 185.819 182.835
2014 212.109 198.912
2015 235.749 225.691
2016 259.966 297.050
2017 280.302 406.078
2018 206.879 467.593
2019 253.265 515.836
2020 208.929 586.691
2021 248.906 854.158

     3.      Hversu margir flutningagámar voru opnaðir og innihald þeirra rannsakað af tollvörðum í tengslum við tollafgreiðslu í hverri tollhöfn ár hvert árin 2011–2021?

    Tekið var upp nýtt talningakerfi í Reykjavík fyrir skoðanir á vörusendingum árið 2018 og eru mælingar frá eldri árum því ekki samanburðarhæfar. Hér eru því eingöngu birtar tölur frá 2018–2021.
    Þess má geta að stærsti hluti almennra vörusendinga eru tollafgreiddar og skoðaðar í Reykjavík. Þá er mikilvægt að nefna að skoðun á einni sjósendingu getur tekið nokkra tollverði frá 1 klst. og upp í 36 klst. eða meira. Eftirlit með sjósendingum getur því verið mjög mannaflafrekt.

Tafla 3. Fjöldi almennra vörusendinga sem voru skoðaðar í hverri tollhöfn fyrir sig á árunum 2018–2021. Ekki eru til mælingar fyrir Austurland. Hið sama gildir um Ísafjörð en þar er notast við meðaltalstölfræði.

Tollhöfn 2018 2019 2020 2021
Reykjavík 835 811 797 519
Akureyri 11 8 9 3
Austurland
Ísafjörður 10 10 10 10
Keflavíkurflugvöllur*
Vestmannaeyjar 155 110 153 160
*Nær allar flugsendingar (almennar vörusendingar) til Keflavíkurflugvallar eru tollafgreiddar og skoðaðar eftir atvikum í vöruhúsum tollmiðlara í Reykjavík. Stærsti hluti tolleftirlits á Keflavíkurflugvelli snýr af farþegum og hraðsendingum.

     4.      Hversu margar póstsendingar sem höfðu að geyma vörur sem þurftu tollafgreiðslu bárust til landsins ár hvert árin 2011–2021?

    Tollgæslan hefur til margra ára fengið afhentar upplýsingar um fjölda póstsendinga sem berast til landsins á grundvelli ákvæðis 3. mgr. 30. gr. tollalaga, nr. 88/2005. Íslandspóstur hefur ávallt óskað eftir því að þessar upplýsingar séu ekki birtar opinberlega og hefur það verið virt af hálfu tollgæslu með vísan til ákvæðis um þagnarskyldu í 188. gr. tollalaga.
    Á grundvelli þessa ákvæðis taldi tollgæslan að ekki væri hægt að afhenda fjármála- og efnahagsráðuneytinu umræddar upplýsingar til opinberar birtingar.

Tafla 4. Fjöldi hraðsendinga sem voru skoðaðar í tveimur tollhöfnum, Reykjavík og Keflavíkurflugvelli á árunum 2018–2021. Ekki eru til mælingar fyrir skoðaðar hraðsendingar í Reykjavík hluta árs 2018. Galli er á mælingu á Keflavíkurflugvelli þrjá mánuði árin 2019 og 2020 en notast er við meðaltalstölfræði.

Tollhöfn 2018 2019 2020 2021
Reykjavík 6.027 7.120 3.167
Keflavíkurflugvöllur 24.708 17.344 13.255 8.596

     5.      Hversu margar póstsendingar voru opnaðar og innihald þeirra rannsakað af tollvörðum í tengslum við tollafgreiðslu á hverri starfsstöð ár hvert árin 2011–2021?
    
Hér undir falla póstsendingar til einstaklinga að verðmæti 40.000 kr. og undir sem fá einfaldari tollmeðferð sbr. 37. gr. reglugerðar nr. 1100/2006, um vörslu og tollmeðferð vöru. Þær sendingar kallast smásendingar. Þess má geta að í sumum tilfellum hafa sendingar verið skilgreindar sem smásendingar af hálfu sendanda og/eða móttakanda en við skoðun kemur í ljós að verðmætið er hærra og fer þá sendingin í feril sem almenn vörusending.
    Í töflum 5 og 6 má sjá fjölda þeirra póstsendinga sem voru röntgenskoðaðar á árunum 2013–2021 sem og fjölda þeirra póstsendinga sem voru opnaðar eftir röntgenskoðun á árunum 2016–2021. Notast er við mælingar frá árum sem eru talin samanburðarhæf.

Tafla 5. Fjöldi póstsendinga í þús. sem eru röntgenskoðaðar á árunum 2013–2021.

Póstsendingar 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
67,6 64,2 63,2 68,3 65,5 71,0 88,3 93,8 71,9

Tafla 6. Fjöldi póstsendinga í þús. sem voru opnaðar í framhaldi af röntgenskoðun, sbr. upplýsingar í töflu 5. Galli er á mælingu í fjóra mánuði árið 2021 en notast er við meðaltalstölfræði.

Opnaðar sendingar 2016 2017 2018 2019 2020 2021
14,6 16,7 16,3 16,5 16,1 17,4

     6.      Fer fram handahófskennt eftirlit með tollsendingum til að sannreyna upplýsingar í tollskýrslum? Ef svo er, hvaða hlutfall sendinga var opnað af handahófi ár hvert árin 20112021?
    
Skoðun á vöru er að meginstefnu til framkvæmd að undangenginni greiningu á upplýsingum sem m.a. koma fram í farmskrá eða tollskýrslu. Handahófskennt eftirlit fer fram í einhverjum tilfellum en það er ekki mælt sérstaklega.
    Til viðbótar við fyrirspurn má hér til fróðleiks sjá upplýsingar um farþegafjölda á Keflavíkurflugvelli sem og fjölda skemmtiferðaskipa ásamt farþegum og áhöfnum.

Tafla 7. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll 2011–2021. Gögn: Isavia.

Héðan Hingað Tengi Samtals
2011 864.570 864.378 745.858 2.474.806
2012 992.270 995.455 776.301 2.764.026
2013 1.138.047 1.143.921 927.893 3.867.418
2014 1.361.276 1.358.332 1.147.810 3.867.418
2015 1.698.575 1.694.927 1.465.27 4 4.858.776
2016 2.304.261 2.318.293 2.198.804 6.821.358
2017 2.822.692 2.886.636 3.046.023 8.755.351
2018 2.970.927 2.950.842 3.882.619 9.804.388
2019 2.612.143 2.604.900 2.030.777 7.247.820
2020 609.337 597.959 166.678 1.373.974
2021 907.058 914.110 350.828 2.171.996

Tafla 8. Fjöldi skemmtiferðaskipa (komur) og farþegafjöldi með skemmtiferðaskipum árin 2014–2021. Gögn: Ferðamálastofa.

2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Skemmtiferðaskip 284 392 446 571 725 864 42 439
Farþegar 212.600 229.500 276.600 362.500 424.200 516.200 2.300 115.100
Áhöfn 97.400 110.900 137.900 167.200 190.300 239.700 3.700 98.100