Ferill 647. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 925  —  647. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um valdaframsal til Bankasýslu ríkisins.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


    Á hvaða grundvelli taldi ráðherra sér heimilt, við sölu á hluta ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022, að framselja það vald sem 2. mgr. 4. gr. laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum felur honum og þá ábyrgð sem því fylgir til Bankasýslu ríkisins, en í ákvæðinu segir: ,,Þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skal Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins.“?


Skriflegt svar óskast.