Ferill 648. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 926  —  648. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um birtingu bindandi álita um tollflokkun.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Er Ísland skuldbundið af GATT-samkomulaginu til að birta öll bindandi álit um tollflokkun sem Skatturinn (áður tollstjóri) kveður upp?
     2.      Í umsögn sinni (e. trade policy review) sem Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) birti 30. ágúst 2017 um stefnu Íslands í alþjóðlegum vöruviðskiptum kemur fram á bls. 37 að Ísland birti ekki þessi álit, hver er skýringin á því? Liggur fyrir áætlun um að úr þessu verði bætt?


Skriflegt svar óskast.