Ferill 650. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 930  —  650. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um málefni kjörræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvenær og hversu oft hefur ráðherra eða stofnanir á vegum hans haft samskipti, á hverju ári, við Alexander Mosjenskí eða vegna hans frá því að hann varð kjörræðismaður Íslands í Hvíta-Rússlandi árið 2007?
     2.      Hvenær og hversu mikil voru þau samskipti vegna áforma um að setja Mosjenskí á bannlista?
     3.      Hafa íslenskum stjórnvöldum einhvern tíma borist ábendingar eða athugasemdir um meinta spillingu eða pólitísk tengsl Mosjenskís við Aleksander Lúkasjenkó eða hvítrússnesk stjórnvöld? Ef svo er, hvenær og hversu oft?
     4.      Hafa borist ábendingar um að íslenskar vörur séu endurmerktar í Hvíta-Rússlandi og uppruna þeirra breytt?
     5.      Hvers vegna eru samskipti við ESB um mögulegar þvingunaraðgerðir ESB gagnvart kjörræðismanni Íslands óformleg? Væri ekki eðlilegt að slík samskipti væru formleg og skráð til hins ýtrasta ef ESB væri að ósekju að ganga þannig að kjörræðismanni Íslands?
     6.      Hverjar eru reglur um hvort erindi skuli vera formleg eða óformleg? Hver tekur slíka ákvörðun? Hvaða reglur gilda um skráningu óformlegra erinda?


Skriflegt svar óskast.