Ferill 512. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 933  —  512. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um fjölda einstaklinga sem fjárnám hefur verið gert hjá.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hjá hversu mörgum einstaklingum hefur verið gert fjárnám, annars vegar á síðustu fjórum almanaksárum og hins vegar á síðustu tíu almanaksárum? Svar óskast miðað við fjölda einstaklinga án tillits til þess hvort þeir hafa mátt þola fjárnám einu sinni eða oftar.

    Eftirfarandi tölfræði var fengin úr starfskerfum sýslumanna með vélrænni talningu í samstarfi við sýslumannaráð og þjónustuveitanda sýslumanna. Um er að ræða fjölda einstaklinga sem gert var fjárnám hjá, annars vegar á síðustu fjórum almanaksárum og hins vegar á síðustu tíu almanaksárum, sundurliðað eftir sýslumannsembættum. Í töflunum eru ekki birtar upplýsingar um heildarfjölda þeirra aðfararmála sem sýslumannsembættin voru með til meðferðar, enda fyrirspurnin afmörkuð við fjölda einstaklinga og fyrrgreind málalok. Þess má geta að stór hluti aðfararbeiðna lauk án árangurs eða voru afturkallaður meðan þær voru til meðferðar hjá embættunum. Tölfræðin endurspeglar því ekki heildarfjölda þeirra aðfararbeiðna sem berast sýslumönnum og voru til meðferðar yfir fyrrgreind tímabil.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.