Ferill 653. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 940  —  653. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um afplánun fanga undir 18 ára.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hvaða vistunarúrræði standa til boða fyrir fanga undir 18 ára aldri hérlendis?
     2.      Hversu margir einstaklingar undir 18 ára aldri hafa verið dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar sl. fimm ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir vistunarúrræðum.
     3.      Hversu margir einstaklingar undir 18 ára aldri sem voru dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar þurftu að afplána í hefðbundnum fangelsum? Hver var rökstuðningurinn fyrir þeim ákvörðunum?


Skriflegt svar óskast.