Ferill 403. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 941  —  403. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um skotvopnaeign, innflutning skotvopna og framleiðslu.


     1.      Hversu mörg skotvopn voru skráð 1. janúar sl.? Hversu margir einstaklingar eru skráðir eigendur skotvopna og hversu mörg vopn eiga þeir 20 einstaklingar sem flest vopn eiga? Svarið óskast sundurgreint eftir tegund skotvopna, til hvaða nota þau voru ætluð og kyni eigenda.
    Hinn 1. janúar 2022 voru 76.680 vopn skráð í notkun eigenda hér á landi. Þegar óvirk, förguð, týnd, haldlögð og útflutt skotvopn eru talin með auk skotvopna lögreglu og lagerar verslana eru skráð vopn hér á landi 87.048. Skráðir eigendur skotvopna voru 36.548. Þeir 20 einstaklingar sem eiga flest skotvopn eru 19 karlar og ein kona og eiga þau samanlagt 2052 vopn eða að meðaltali 103 vopn hvert.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Mynd 1. Fjöldi skráðra skotvopna á Íslandi 1. janúar 2022, eftir tegund og tilgangi notkunar.

     2.      Hversu mörg skotvopn voru flutt til landsins hvert undanfarinna tíu ára? Óskað er að fram komi fjöldi og tegund skotvopna, til hvaða nota þau voru ætluð og kyn eiganda.
    Frá árinu 2012 til 2016 var fjöldi innfluttra vopna á bilinu 1300–1500 á ári en frá árinu 2017 hafa verið flutt inn 2200–2600 skotvopn á ári. Karlar eru skráðir eigendur flestra innfluttra skotvopna, en á tímabilinu 2012–2021 voru á bilinu 22–69 konur skráðar eigendur innfluttra skotvopna á ári og eru þær um 3–4% af heildarfjölda skráðra eigenda vopna.

Innflutningur á skotvopnum 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021
Haglabyssur v/veiða og skotíþrótta 747 606 641 588 756 798 1178 1018 801 721
Rifflar v/veiða og skotíþrótta 622 668 532 646 527 1008 993 1129 707 759
Skammbyssur v/skotíþrótta 28 25 56 123 74 313 264 310 156 112
Loftrifflar v/skotíþrótta 40 49 61 25 70 91 68 25 16 38
Loftskammbyssur v/skotíþrótta 11 6 25 10 11 22 20 9 11 7
Safnbyssur v/söfnunar 0 0 0 0 0 0 46 120 516 722
Samtals 1448 1354 1315 1392 1438 2232 2569 2611 2207 2359
Tafla 1. Fjöldi innfluttra skotvopna á ári, 2012–2021, eftir tegund og notkun.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.    Rétt er að taka fram að það heyrir til undantekninga ef einstaklingar flytja sjálfir inn skotvopn, innflytjendur eru nær eingöngu verslanir sem síðan selja vopnin til einstaklinga. Þeir eru síðan skráðir eigendur innfluttu vopnanna.

     3.      Hvaða sérstöku skilyrði þurfa umsækjendur að uppfylla til að teljast safnarar þegar veitt er undanþága frá innflutningsbanni vegna ótvíræðs söfnunargildis skotvopns, sbr. 7. mgr. 5. gr. vopnalaga? Eru gerðar auknar kröfur um örugga vörslu slíkra vopna? Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða verklag eða reglur varðandi undanþágur á grundvelli söfnunargildis?
    Umsækjandi um söfnunarleyfi skal hafa verið handhafi skotvopnaleyfis í a.m.k. fimm ár og viðkomandi þarf að hafa fullnægjandi aðstöðu til varðveislu skotvopnanna. Í dómsmálaráðuneytinu er nú unnið að því að breyta ákvæðum vopnalaga, meðal annars að því sem viðkemur ákvæðum um innflutning safnvopna.

     4.      Hversu oft var sótt um undanþágu frá banni við innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum hvert undanfarinna tíu ára? Hversu oft var undanþága samþykkt og hversu oft var henni hafnað? Óskað er að fram komi fjöldi og tegund skotvopna, til hvaða nota þau voru ætluð og kyn umsækjenda. Hversu mörg sjálfvirk skotvopn voru skráð 1. janúar sl.? Hversu margir einstaklingar eru skráðir eigendur þeirra og hversu mörg eiga þeir 20 einstaklingar sem flest sjálfvirku skotvopnin eiga? Svarið óskast greint eftir kyni.
    Á árunum 2012–2018 voru engin sjálfvirk vopn flutt til landsins á grundvelli söfnunarleyfis. Árið 2019 voru fluttir inn til landsins 18 sjálfvirkir rifflar á grundvelli safnaraleyfis. Allir rifflarnir eru í eigu karla og eru ætlaðir til söfnunar. Árið 2020 voru fluttir til landsins 247 sjálfvirkir rifflar á grundvelli safnaraleyfis. 84 rifflar eru enn í eigu verslana. 162 rifflar eru í eigu karla og eru ætlaðir til söfnunar. Einn riffill var fluttur úr landi. Einni umsókn var hafnað þar sem riffillinn sem sótt var um leyfi fyrir var framleiddur eftir lok seinni heimsstyrjaldar (sjá til skýringar svar við 5. tölul. fyrirspurnarinnar). Árið 2021 voru fluttir til landsins 197 sjálfvirkir rifflar á grundvelli safnaraleyfis. 131 riffill er enn í eigu verslana. 66 rifflar eru í eigu karla og eru ætlaðir til söfnunar. Einni umsókn var hafnað þar sem riffillinn sem sótt var um leyfi fyrir var framleiddur eftir lok seinni heimsstyrjaldar.
    Sjálfvirk skotvopn í skotvopnaskrá voru 655 1. janúar 2021 og eru eigendur lögregla, verslanir og einstaklingar. Í eigu einstaklinga er 271 skotvopn, eignarhald þeirra dreifist á 98 einstaklinga, sem allt eru karlar. Þeir 20 einstaklingar sem skráðir eru fyrir flestum sjálfvirkum vopnum eiga samtals 161 slíkt vopn.

     5.      Hver var aldur vopnanna eða um hvaða tengsl við sögu landsins var að ræða, eftir því hvort skilyrðið var grundvöllur undanþágunnar, sbr. 7. mgr. 5. gr. vopnalaga, í þeim tilvikum þar sem umsókn um undanþágu var samþykkt?
    Viðmið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að skotvopn teljist safnvopn er að vopnið hafi verið framleitt fyrir lok seinni heimsstyrjaldar og uppfylltu öll safnvopn sem flutt voru inn á árunum 2012–2021 það skilyrði.

     6.      Hvaða ástæður voru fyrir því þegar umsókn um undanþágu var hafnað?
    Vopnin uppfylltu ekki skilyrði um aldur.

     7.      Hversu mörg skotvopn hafa verið tilkynnt týnd eða stolin undanfarin tíu ár? Fyrir hvert tilvik er þess óskað að fram komi hvenær tilkynning barst yfirvöldum, tegund skotvopns, m.a. hvort um hafi verið að ræða sjálfvirkt skotvopn, og til hvaða nota það var ætlað. Enn fremur komi fram hvort vopnið hafi síðar verið endurheimt og þá við hvaða aðstæður.
    Fyrir aldamót voru ekki skráðar eins ítarlegar upplýsingar um skotvopn hjá lögreglu og gert er nú. Takmarkaðar upplýsingar eru því til um eldri vopn sem veitt var leyfi fyrir á liðinni öld. Þegar skráningar voru fluttar í skotvopnaskrá varð að skrá þessi vopn sem „annað vopn“ en ekki eftir tegund, þar sem ekki lágu fyrir upplýsingar um tegund. Núverandi skotvopnaskrá var tekin í notkun 2000–2001 og þá breyttist skráning til hins betra.
    Lögregla heldur nú utan um tilkynningar um stolin og týnd skotvopn með tvennum hætti, annars vegar í skotvopnaskrá og hins vegar í munaskrá í lögreglukerfinu. Í sumum tilvikum getur sama atvik verið skráð í bæði kerfi. Tilvik sem skráð eru í skotvopnaskrá eru hins vegar mun víðtækari þar sem þau ná til allra tilvika þar sem skotvopn finnst ekki jafnvel þó miklar líkur séu taldar á því að vopni hafi verið fargað. Í lögreglukerfinu eru hins vegar alla jafna aðeins skráð þau tilvik þar sem óttast er að skotvopn sé enn í umferð. Miðað er við dagsetninguna þegar skotvopn er tilkynnt týnt/stolið til lögreglu en kerfið býður ekki upp á leit eftir tegundum á ákveðnu tímabili.
    Á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2021 er skráð 841 týnt eða stolið skotvopn í skotvopnaskrá lögreglu. Stór hluti af þessum skotvopnum eru vopn sem finnast ekki við uppgjör dánarbúa. Vinnuregla er að skrá skotvopnin týnd ef ekki er fullvíst að þeim hafa verið fargað áður en leyfishafi féll frá. Í langflestum tilvikum er talið að þessi vopn séu ekki í notkun.
    Á sama tímabili voru 134 skotvopn skráð stolin í munaskrá lögreglu og níu voru skráð týnd, samtals 143 vopn.

2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Alls
Byssa 2 1 1 4
Einhleypa 1 1 2
Haglabyssa 7 7 9 7 3 7 10 8 10 20 88
Kindabyssa 1 1
Loftbyssa 1 1
Loftriffill 1 1 2
Loftskammbyssa 1 1
Riffill 8 4 3 3 2 2 8 4 1 7 42
Skammbyssa 1 1 2
Alls 18 11 15 11 6 11 18 12 11 30 143
Tafla 2. Fjöldi skotvopna sem tilkynnt hafa verið.

2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Alls
Skráð/ófundin 9 9 9 3 4 8 8 4 7 22 84
Geymsla 1 1 1 1 3 7
Afhent eiganda 4 2 2 6 7 1 2 24
Afhent tryggingarfélagi 2 2
Eytt 1 1 1 3
Tilkynnt fundið 3 2 5 5 1 1 2 2 2 23
Alls 18 11 15 11 6 11 18 12 11 30 143
Tafla 3. Týnd og stolin skotvopn samkvæmt munaskrá lögreglu, staða nú eftir ári tilkynningar.

    Níu sjálfvirk skotvopn eru skráð týnd. Þar af var eitt í dánarbúi. Afdrif hinna átta eru til rannsóknar hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Fundin skotvopn samkvæmt skotvopnaskrá eru samtals 116. Ekki er unnt að leita með einföldum hætti að því við hvaða aðstæður skotvopnin fundust.

     8.      Telur ráðherra ástæðu til að endurskoða verklag eða reglur í ljósi aukins innflutnings á sjálfvirkum skotvopnum?
    Já, lögin og reglugerðin eru til skoðunar hjá ráðuneytinu og stendur til að leggja fram frumvarp um breytingar á vopnalögum næsta haust.

     9.      Hversu mörg leyfi hefur lögregla veitt til framleiðslu skotvopna hér á landi á hverju ári síðastliðin 10 ár? Af þeim, hve mörg ef einhver, voru ætluð til útflutnings sbr. 7. mgr. 5. gr. vopnalaga?
    Frá 1. janúar 2012 til 31. desember 2021 hefur verið veitt 21 leyfi til framleiðslu skotvopna.

Leyfi til framleiðslu skotvopna 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Alls
Fjöldi leyfa 1 1 0 0 3 2 3 2 4 2 18

    Ekki hafa borist umsóknir um leyfi til útflutnings á skotvopnum smíðuðum hér á landi sl. tíu ár.

     10.      Hversu mörg vopn hefur lögregla haldlagt sem framleidd voru með þrívíddarprentun? Hversu mörg þeirra voru framleidd hér á landi?
    Eitt. Send var út fyrirspurn til allra lögregluembætta á landinu varðandi slík vopn. Tilurð þessa eina vopns er til rannsóknar. Grunsemdir eru uppi um að slík vopn hafi verið framleidd á Íslandi en þess ber að geta að fæstir þrívíddarprentarar ráða við framleiðslu slíkra muna.

     11.      Hversu oft hefur lögreglustjóri veitt leyfi til breytinga á skotvopnum skv. 38. gr. vopnalaga á hverju ári undanfarin 10 ár? Hversu mörg vopn hafa verið haldlögð á sama tíma þar sem um er að ræða breytingar á skotvopni án leyfis?
    Ekki er hægt að leita í skotvopnakerfinu að því hversu mörg slík leyfi hafa verið veitt síðastliðin tíu ár þar sem kerfið hefur ekki þann leitarmöguleika. Nánast eingöngu eru veitt leyfi fyrir hlaupskiptum á rifflum. Ætla má að slík leyfi séu rúmlega 400 sl. tíu ár. Ekki er hægt að leita að haldlögðum vopnum sem hefur verið breytt án leyfis í skotvopnakerfinu þar sem kerfið býður ekki upp á þann leitarmöguleika. Hins vegar eru þess dæmi, svo sem riffill með breytum lás sem var haldlagður, þrívíddarprentuð byssa úr nýlegu máli og auðvitað ýmiss konar afsagaðar haglabyssur.