Ferill 654. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 944  —  654. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að auka þátttöku í skimun fyrir leghálskrabbameini.

Frá Ernu Bjarnadóttur.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við því að dregið hefur úr þátttöku kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini eins og fram kemur í skýrslu embættis landlæknis frá mars 2022 um krabbameinsskimanir 2021?
     2.      Hefur ráðherra tekið til skoðunar skýrslu vinnuhóps á vegum Læknafélags Íslands frá mars 2022, um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálsskimunar, og er viðbragða að vænta við niðurstöðum hennar? Ef svo er, hvaða viðbragða?


Skriflegt svar óskast.