Ferill 659. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 952  —  659. mál.
Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um gagnkvæman rétt til hlunninda sem almannatryggingar veita.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hvaða samningar eru nú í gildi við önnur ríki um gagnkvæman rétt til hlunninda sem almannatryggingar veita, eins og gert er ráð fyrir í 68. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007?
     2.      Hverjir eru nýjustu samningarnir þessarar gerðar?
     3.      Hvaða áætlanir, ef einhverjar, eru um að fjölga samningum af þessum toga?
     4.      Við hvaða ríki telur ráðherra brýnast að gerðir verði slíkir samningar?


Skriflegt svar óskast.