Ferill 660. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 954  —  660. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hefur verið brugðist við tillögum sem lagðar voru fram í skýrslunni Heilsa og heilbrigðisþjónusta: kynja- og jafnréttissjónarmið og voru til þess fallnar að meta hvort heilbrigðisþjónusta uppfyllti þarfir allra kynja? Ef svo er, hvernig?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að kynjaðar staðalmyndir leiði ekki til beinnar eða óbeinnar mismununar í heilbrigðisþjónustu?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að kynjasjónarmið verði í auknum mæli tekin með í reikninginn í heilbrigðisþjónustu þar sem þess er þörf, t.d. við greiningu hjarta- og æðasjúkdóma og í þjónustu við sjúklinga með langvinna verki?