Ferill 662. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 956  —  662. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um sjávarspendýr.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvenær má vænta þess að ráðherra leggi fram frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, í samræmi við markmið stjórnarsáttmála um að ljúka heildarendurskoðun laganna?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að málefni sjávarspendýra verði færð undir lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, í samræmi við það sem fram kom í munnlegu svari matvælaráðherra við fyrirspurn á þskj. 321 á yfirstandandi löggjafarþingi um að hún telji að málefni sjávarspendýra ættu almennt að heyra undir þau lög?


Skriflegt svar óskast.