Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 959  —  665. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku vegna blóðskilunarmeðferðar.

Frá Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur.


    Hefur ráðherra í hyggju að hækka greiðsluþátttöku ríkisins í ferðakostnaði sjúklinga sem eru með nýrnabilun og þurfa á blóðskilunarmeðferð að halda? Ef svo er, hvenær mun slík breyting taka gildi?


Skriflegt svar óskast.