Ferill 408. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 961  —  408. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009 (tímabundin fjölgun starfslauna og styrkja).

(Eftir 2. umræðu, 29. apríl.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. skulu samanlögð starfslaun árið 2022 miðast við 1.800 mánaðarlaun.
    Þrátt fyrir ákvæði 9. og 10. gr. skulu starfslaun og styrkir til sviðslistafólks og tónlistarflytjenda árið 2022 vera sem hér segir:
     a.      Starfslaun og styrkir sviðslistafólks árið 2022 skulu svara til 240 mánaðarlauna, af þeim skulu minnst 50 mánaðarlaun ætluð sviðslistafólki undir 35 ára aldri.
     b.      Starfslaun og styrkir tónlistarflytjenda árið 2022 skulu svara til 330 mánaðarlauna, af þeim skulu minnst 50 mánaðarlaun ætluð tónlistarflytjendum undir 35 ára aldri.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.