Ferill 666. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 965  —  666. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kulnun starfsfólks á Landspítala.

Frá Evu Sjöfn Helgadóttur.


     1.      Hversu margir starfsmenn á Landspítala tóku sér veikindaleyfi vegna kulnunar árin 2012–2021 og hvert var hlutfall þeirra af heildarstarfsmannafjölda ár hvert?
     2.      Hversu margir starfsmenn á Landspítala sem tekið höfðu sér veikindaleyfi vegna kulnunar árin 2012–2021 sögðu upp störfum í framhaldinu og hvert var hlutfall þeirra af heildarstarfsmannafjölda ár hvert?
     3.      Hversu lengi höfðu þeir sem sögðu upp störfum á Landspítala vegna kulnunar árin 2012–2021 starfað á spítalanum að meðaltali? Svar óskast sundurliðað eftir starfsstéttum, kyni og aldri.


Skriflegt svar óskast.