Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 973  —  546. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Hildu Jönu Gísladóttur um skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist búseta þeirra sem skipuð hafa verið í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. á vegum ráðuneytisins og stofnana þess eftir sveitarfélögum?

    Eftirfarandi upplýsingar taka mið af þeim stjórnum, starfshópum, nefndum, ráðum o.þ.h. sem eru starfandi á vegum forsætisráðuneytisins og heyra undir málefnasvið þess samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022. Við vinnslu svarsins var óskað eftir upplýsingum frá þeim stofnunum sem heyra stjórnarfarslega undir ráðuneytið samkvæmt forsetaúrskurðinum og byggist eftirfarandi svar jafnframt á upplýsingum sem ráðuneytið aflaði hjá þeim. Upplýsingarnar taka mið af skipuðum aðalmönnum og búsetu þeirra á þeim tíma er þeir hlutu skipun. Ekki eru tilgreindir starfshópar sem eingöngu hafa á að skipa starfsmönnum ráðuneytisins eða stofnana.

Forsætisráðuneyti.
Aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.
    Af þeim níu einstaklingum sem skipa aðgerðahópinn eru átta búsettir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.

Almannavarna- og öryggismálaráð.
    Kveðið er á um skipan almannavarna- og öryggismálaráðs í 4. gr. laga um almannavarnir, nr. 82/2008. Í ráðinu eiga sæti nánar tilteknir ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forstöðumenn, stöðu sinnar vegna. Þess utan skipar forsætisráðherra tvo fulltrúa til setu í ráðinu samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Eru þeir báðir búsettir í Reykjavík.

Barnamenningarsjóður Íslands.
    Af þeim fimm einstaklingum sem eiga sæti í stjórn Barnamenningarsjóðs Íslands búa fjórir í Reykjavík og einn á Akureyri.

Framkvæmdanefnd um endurgerð innviða Bessastaðakirkju.
    Allir þrír nefndarmenn búa í Reykjavík.

Jafnréttisfulltrúahópur Stjórnarráðsins.
    Af þeim tólf einstaklingum sem skipa hópinn búa níu í Reykjavík, einn í Kópavogi, einn á Seltjarnarnesi og einn er búsettur í Danmörku.

Jafnréttissjóður Íslands.
    Af þeim þremur einstaklingum sem skipa stjórn Jafnréttissjóðs Íslands býr einn í Reykjavík, einn á Akureyri og einn í Þorlákshöfn.

Kærunefnd jafnréttismála.
    Allir þrír nefndarmenn eru búsettir í Reykjavík.

Málnefnd Stjórnarráðsins.
    Af þeim tíu einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni búa sjö í Reykjavík, tveir á Seltjarnarnesi og einn er búsettur í Kópavogi.

Nefnd um greiningu á áfallastjórnun stjórnvalda vegna faraldursins af völdum COVID-19.
    Allir þrír nefndarmenn búa í Reykjavík.

Nefnd til að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks og fullorðinna með geðrænan vanda.
    Allir þrír nefndarmenn búa í Reykjavík.

Nefnd um rýni fjárfestinga í þýðingarmiklum samfélagsinnviðum og tengdri starfsemi vegna þjóðaröryggis.
    Af þeim sex einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni búa tveir í Kópavogi, einn í Reykjavík, einn á Selfossi, einn í Hafnarfirði og einn er búsettur í Svíþjóð.

Orðunefnd.
    Af þeim sex einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni búa fimm í Reykjavík og einn á Dalvík.

Óbyggðanefnd.
    Af þeim þremur einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni búa tveir í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Peningastefnunefnd.
    Í 2. mgr. 9. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, er kveðið á um skipan peningastefnunefndar, en þar eiga sæti seðlabankastjóri, varaseðlabankastjóri peningastefnu og varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, stöðu sinnar vegna, auk tveggja sérfræðinga á sviði efnahags- og peningamála sem ráðherra skipar. Annar þeirra býr í Reykjavík en hinn í Danmörku.

Samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna.
    Af þeim sex einstaklingum sem eiga sæti í nefndinni búa þrír í Reykjavík, einn býr á Laugum, einn á Hellu og einn í Kópavogi.

Samstarfsvettvangur á milli ríkis og sveitarfélaga um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
    Af þeim sex einstaklingum sem taka þátt í samstarfsvettvanginum búa fimm í Reykjavík og einn í Garðabæ.

Sérfræðinefnd um breytingar á kynskráningu barna.
    Allir þrír nefndarmenn eru búsettir í Reykjavík.

Starfshópur um mótun framtíðarstefnu Barnamenningarsjóðs Íslands.
    Af þeim fimm einstaklingum sem skipa starfshópinn búa þrír í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Reykjanesbæ.

Starfshópur um húsnæðismál.
    Af þeim ellefu einstaklingum sem skipa starfshópinn búa sex í Reykjavík, tveir í Hafnarfirði, einn í Mosfellsbæ, einn í Grindavík og einn á Akranesi.

Starfshópur um launagagnsæi.
    Af þeim níu einstaklingum sem eiga sæti í starfshópnum búa sex í Reykjavík, einn í Kópavogi, einn á Seltjarnarnesi og einn í Mosfellsbæ.

Starfshópur um mótun upplýsingastefnu stjórnvalda.
    Allir þeir sjö einstaklingar sem eiga sæti í starfshópnum búa í Reykjavík.

Starfshópur um ritun nýrra laga um Vísinda- og nýsköpunarráð.
    Af þeim fjórum einstaklingum sem eiga sæti í starfshópnum búa þrír í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Stefnuráð Stjórnarráðs Íslands.
    Af þeim ellefu einstaklingum sem eiga sæti í ráðinu búa þrír í Kópavogi, tveir í Reykjavík, einn í Garðabæ, einn á Selfossi, einn í Mosfellsbæ, einn í Þorlákshöfn, einn í Hafnarfirði og einn er búsettur á Seltjarnarnesi.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi.
    Af þeim þrettán einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa sjö í Reykjavík, tveir í Kópavogi, tveir í Garðabæ, einn í Vogum og einn í Mosfellsbæ.

Stýrihópur um framkvæmd EES-samningsins.
    Af þeim þrettán einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa ellefu í Reykjavík, einn í Hafnarfirði og einn í Reykjanesbæ.

Stýrihópur um framfylgd þingsályktunar um forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021–2025.
    Af þeim sjö einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa fimm í Reykjavík, einn í Kópavogi og einn á Akureyri.

Stýrihópur um skipulag við Stjórnarráðsreit.
    Af þeim fjórum einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa þrír í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.

Stýrihópur um verkefnið Kynslóð jafnréttis.
    Af þeim sjö einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa fimm í Reykjavík og tveir á Seltjarnarnesi.

Stýrihópur um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið.
    Af þeim fjórum einstaklingum sem eiga sæti í stýrihópnum búa þrír í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
    Af þeim tólf einstaklingum sem skipa ungmennaráðið búa fjórir í Reykjavík, tveir í Kópavogi, einn á Akureyri, einn í Bolungarvík, einn á Selfossi, einn á Hellu, einn á Skagaströnd og einn í Reykjanesbæ.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
    Allir þrír nefndarmenn eru búsettir í Reykjavík.

Verkefnastjórn um framkvæmd heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
    Af þeim þrettán einstaklingum sem eiga sæti í verkefnastjórninni búa átta í Reykjavík, þrír í Garðabæ, einn í Mosfellsbæ og einn á Seltjarnarnesi.

Vísinda- og tækniráð.
    Samkvæmt 3. gr. laga um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003, skipar forsætisráðherra 16 menn í Vísinda- og tækniráð og jafnmarga til vara, þar af 14 samkvæmt tilnefningum þar tilgreindra aðila en tvo án tilnefningar. Auk þeirra eiga nánar tilteknir ráðherrar sæti í ráðinu stöðu sinnar vegna. Af þeim 16 einstaklingum sem ráðherra skipar samkvæmt framangreindu eru tólf búsettir í Reykjavík, einn býr á Seltjarnarnesi, einn í Garðabæ, einn á Hellu og einn er búsettur í Noregi.

Þjóðaröryggisráð.
    Í ráðinu eiga sæti auk forsætisráðherra, ráðherra sem fer með utanríkis- og varnarmál og ráðherra sem fer með almannavarnir, auk ráðuneytisstjóra viðkomandi ráðuneyta og nánar tilgreindir embættismenn, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga um þjóðaröryggisráð, nr. 98/2016. Þá eiga sæti í ráðinu fulltrúi Landsbjargar og tveir þingmenn, annar úr þingflokki sem skipar meiri hluta á þingi en hinn úr þingflokki minni hluta. Af þremur síðastgreindu fulltrúum ráðsins býr einn á Akureyri, einn í Suðurnesjabæ og einn í Reykjanesbæ.

Hagstofa Íslands.
Faghópur um verðvísitölur.
    Í hópnum sitja aðilar frá ráðuneytum, háskólum, Seðlabanka Íslands, fyrirtækjum á fjármálamarkaði, samtökum á vinnumarkaði og öðrum hagsmunaaðilum. Mjög mismunandi er hverjir sækja fundi hópsins hverju sinni og því erfitt um vik að vita um búsetu þeirra.

Ráðgjafarnefnd um aðferðafræði.
    Í nefndinni sitja aðilar frá raunvísindadeild Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík, Félagsvísindastofnun, hagfræðideild Háskóla Íslands, Seðlabanka Íslands og Íslenskri erfðagreiningu auk starfsfólks Hagstofu Íslands. Allir nefndarmann eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eftir bestu vitund.

Ráðgjafarnefnd um mannfjöldaspár.
    Í nefndinni sitja þrír nefndarmenn auk starfsfólks Hagstofu Íslands. Allir nefndarmenn eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eftir bestu vitund.

Ráðgjafarnefnd um vinnumarkaðstölfræði.
    Í nefndinni sitja tveir sérfræðingar frá Alþýðusambandi Íslands og tveir frá Samtökum atvinnulífsins, auk starfsfólks Hagstofu Íslands. Allir nefndarmenn eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu eftir bestu vitund.

Ráðgjafarnefnd um vísitölu neysluverðs.
    Allir fimm nefndarmenn eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu.

    Þá eru starfandi ýmsir notendahópar á vegum Hagstofu Íslands til að tryggja gæði hagtalna og skilja þarfir og væntingar notenda. Hagstofan flokkar notendur sína í eftirfarandi níu hópa: almenning, ferðaþjónustu, fjölmiðla, fyrirtæki, greiningaraðila, menningu og miðlun, rannsóknarsamfélagið, stjórnvöld og alþjóðastofnanir og aðra erlenda notendur.

Seðlabanki Íslands.
    Fjórar nefndir og ráð eru starfandi á vegum Seðlabanka Íslands. Þar sitja 35 einstaklingar og búa 19 þeirra í Reykjavík, fjórir í Garðabæ, fjórir í Kópavogi, þrír í Hafnarfirði, tveir í Mosfellsbæ, einn á Seltjarnarnesi, einn á Akureyri og loks er einn búsettur í Mývatnssveit.

Umboðsmaður barna.
    Á vegum embættisins er starfandi ráðgjafarhópur umboðsmanns barna en í hópnum eru skráð 25 ungmenni, þar á meðal átta sem búa utan höfuðborgarsvæðisins.

    Eftirfarandi mynd sýnir hlutfall nefndarmanna búsettra á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggðinni og erlendis.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.