Ferill 607. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 987  —  607. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Hildu Jönu Gísladóttur um Öldrunarheimili Akureyrarbæjar.


     1.      Hyggst ráðherra gera faglega úttekt á starfi Öldrunarheimila Akureyrarbæjar eftir að ríkið fól Heilsuvernd ehf. rekstur þess? Ef svo er, hvenær?
    Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, með síðari breytingum, kveða á um hlutverk embættis landlæknis. Í II. kafla er fjallað sérstaklega um eftirlit með heilbrigðisþjónustu.
    Það er því hlutverk embættis landlæknis að gera faglega úttekt á þjónustu hjá Öldrunarheimilum Akureyrar, eins og annarri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisráðuneytið gerir ekki slíkar faglegar úttektir.

     2.      Stendur til að ríkið kaupi húsnæði Öldrunarheimila Akureyrarbæjar nú þegar sveitarfélagið kemur ekki lengur að rekstri þess?
    Það eru engar viðræður í gangi af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaup ríkisins á þessari tilteknu fasteign, en fjármála- og efnahagsráðuneytið sér um kaup og sölu á fasteignum ríkisins.