Ferill 676. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1009  —  676. mál.




Fyrirspurn


til matvælaráðherra um endurgerð skipsins Maríu Júlíu BA-36.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


    Telur ráðherra fýsilegt að veita verkefni Hollvinasamtaka um Maríu Júlíu BA-36, sem lýtur að endurgerð og nýju hlutverki skipsins, brautargengi í samstarfi við þau ráðuneyti og/eða undirstofnanir þeirra sem verkefninu tengjast á einn eða annan hátt, m.a. í ljósi þess að María Júlía var fyrsta sérsmíðaða hafrannsóknarskip á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Frá árinu 2003 hafa ýmis áhugafélög staðið vörð um skipið Maríu Júlíu, nú síðast Hollvinasamtök um Maríu Júlíu BA-36. Þau eru sannfærð um menningarlegt mikilvægi verkefnisins, en baráttan hefur staðið yfir á annan áratug og verkefnið hlotið um 20 millj. kr. í opinbera styrki á þeim tíma. Verkefnið hefur víða verið kynnt og því komið á framfæri við nokkur ráðuneyti. Markmiðið með því er að endurbyggja skipið og finna því nýtt hlutverk sem því sæmir, ýmist til orkuskiptarannsókna, sem skólaskip, rannsóknaskip eða til að taka á móti opinberum gestum, ásamt því að varðveita menningararfleifð þessa fyrsta björgunarskips Íslands.