Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1014  —  681. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og bíða flutnings.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar, sem hafa fengið synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, bíða flutnings úr landi? Óskað er eftir sundurliðun með tilliti til þess hvort umsækjendur eru börn eða fullorðnir, eftir ríki sem til stendur að flytja viðkomandi til, ástæðu þess að flutningur hefur ekki farið fram og fjölda mánaða sem liðnir eru frá því að lokaákvörðun um synjun um vernd var birt.
     2.      Hversu margir þessara einstaklinga hafa fengið útgefið bráðabirgðadvalarleyfi á grundvelli 77. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?
     3.      Er einhver vinna hafin í ráðuneytinu við að finna varanlega lausn fyrir einstaklinga sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd en ekki er unnt að flytja úr landi, svo sem vegna skilyrða móttökuríkis um að flutningur sé ekki gegn vilja viðkomandi?


Skriflegt svar óskast.