Ferill 551. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1027  —  551. mál.
Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Hildu Jönu Gísladóttur um skipan í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist búseta þeirra sem skipuð hafa verið í stjórnir, starfshópa, nefndir, ráð o.þ.h. á vegum ráðuneytisins og stofnana þess eftir sveitarfélögum?

    Í eftirfarandi töflu má sjá hvernig búseta þeirra sem skipuð hafa verið í stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð á vegum utanríkisráðuneytisins skiptist. Heildarfjöldi skipaðra aðila er 35 og búseta þeirra skiptist á milli 11 sveitarfélaga. Svarið miðast við þær stjórnir, starfshópa, nefndir og ráð sem eru starfandi á þeim tíma þegar fyrirspurnin er sett fram.

Sveitarfélag Fjöldi
Akranes 1
Garðabær 5
Grenivík 1
Hafnarfjörður 2
Keflavík 1
Mosfellsbær 1
Mývatn 1
Reykjavík 20
Sauðárkrókur 1
Selfoss 1
Seltjarnarnes 1
Alls: 11 35

    Alls fóru fjórar klukkustundir í að vinna svarið.