Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1029  —  686. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um niðurfellingu saksóknar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


    Hversu oft hefur ákvörðun lögreglustjóra eða héraðssaksóknara um að falla frá saksókn verið snúið við af ríkissaksóknara undanfarin tíu ár? Hvert er hlutfall þeirra mála af sakamálum sem hafa verið felld niður eftir rannsókn? Svar óskast sundurliðað eftir ári, brotaflokki, kyni brotaþola, hvort sakborningur eða brotaþoli hafi kært ákvörðunina til ríkissaksóknara og eftir því embætti sem tók ákvörðun um niðurfellingu saksóknar.


Skriflegt svar óskast.