Ferill 687. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1030  —  687. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um ráðstefnuna Stokkhólmur+50.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða markmið hefur ríkisstjórnin sett sér varðandi niðurstöðu ráðstefnunnar Stokkhólmur+50, sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til í júní?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að ráðstefnan beini tilmælum til aðildarríkja um að:
                  a.      þau vinni í átt að alþjóðlegu banni við olíuleit og olíuvinnslu,
                  b.      haldið verði samræmt bókhald um þær jarðefnaeldsneytisauðlindir sem vitað er um, og hversu mikil hætta sé á að olíu- eða gasvinnsla hefjist á þeim svæðum, eða
                  c.      vistmorð verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum?


Skriflegt svar óskast.