Ferill 702. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1059  —  702. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur til LOGOS lögmannsþjónustu.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hvað greiddi Bankasýsla ríkisins LOGOS lögmannsþjónustu fyrir vinnu við lögfræðiálit um jafnræði við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. sem dagsett er 11. maí 2022?
     2.      Lét Bankasýsla ríkisins LOGOS lögmannsþjónustu meta hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði áður en salan fór fram?
     3.      Hvers vegna var þeirri lögmannsstofu sem kom að sölumeðferðinni sem innlendur lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslu ríkisins falið að leggja mat á lögmæti sölumeðferðarinnar eftir að salan var um garð gengin í stað þess að fela það annarri lögmannsstofu sem hafði ekki komið áður að málinu?
     4.      Hvers vegna var ekki gætt jafnræðis gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí 2022?
     5.      Hverjar hafa greiðslur Bankasýslu ríkisins til LOGOS lögmannsþjónustu verið frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum?
     6.      Hverjar hafa greiðslur fjármála- og efnahagsráðuneytis til LOGOS lögmannsþjónustu verið frá árinu 2017, sundurliðað eftir greiðslum og árum?


Skriflegt svar óskast.