Ferill 717. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1115  —  717. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu langan tíma tók rannsókn hvers brots hjá lögreglu, sem féll undir kynferðisbrotakafla (XXII. kafla) almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að brot var tilkynnt og þar til lögreglan lauk rannsókninni? Óskað er eftir tölfræði fyrir sl. fimm ár sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
     2.      Hver var meðalmálsmeðferðartími brota hjá lögreglu, sem féllu undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að brot var tilkynnt og þar til lögregla lauk rannsókninni? Óskað er eftir meðalmálsmeðferðartíma sl. fimm ára sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
     3.      Hversu langan tíma tók hver afgreiðsla máls hjá héraðssaksóknara vegna brota á XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að rannsókn máls lauk hjá lögreglu og þar til héraðssaksóknari tók ákvörðun um að fella málið niður eða gefa út ákæru? Óskað er eftir tölfræði fyrir sl. fimm ár sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
     4.      Hver var meðalafgreiðslutími mála hjá héraðssaksóknara vegna brota á XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að rannsókn máls lauk hjá lögreglu og þar til héraðssaksóknari tók ákvörðun um að fella málið niður eða gefa út ákæru? Óskað er eftir tölfræði fyrir sl. fimm ár sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
     5.      Hversu langan tíma tók málsmeðferð hvers brots, sem féll undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að héraðssaksóknari ákvað að gefa út ákæru og þar til dómur var upp kveðinn fyrir héraðsdómstólum? Óskað er eftir tölfræði fyrir sl. fimm ár sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.
     6.      Hver var að meðaltali málsmeðferðartími brota sem féllu undir XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, frá því að héraðssaksóknari ákvað að gefa út ákæru og þar til dómur var upp kveðinn fyrir héraðsdómstólum? Óskað er eftir tölfræði fyrir sl. fimm ár sundurliðað eftir því hvort brotaþoli var barn eða fullorðinn einstaklingur.


Skriflegt svar óskast.