Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1150  —  582. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar, nr. 78/2002 (umhverfisvæn orkuöflun).

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


    Við 6. gr.
     a.      Í stað orðanna „helmingi kostnaðar“ komi: þremur fjórðu hlutum kostnaðar.
     b.      Í stað orðanna „að hámarki 1 millj. kr.“ komi: að hámarki 1,5 millj. kr. án virðisaukaskatts

Greinargerð.

    Eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er hægt að losa um allt að 110 GWst í aðra notkun með því að nýta í auknum mæli varmadælur og annan orkusparandi búnað. Það samsvarar raforkunotkun 50 þúsund rafbíla. Þótt það kunni að hafa í för með sér aukna fjárþörf til skemmri tíma ef kaup á slíkum tækjabúnaði eru niðurgreidd þá mun notkun slíks búnaðar lækka útgjaldaþörf ríkisins til lengri tíma litið.
    Í ljósi þess hve mikilvægt er að stuðla að orkuskiptum og í ljósi þess að umræddir styrkir munu til lengri tíma litið lækka útgjaldaþörf ríkisins er hér lagt til að útvíkka úrræðið þannig að styrkir verði veittir til að greiða niður allt að þrjá fjórðu hluta kostnaðar, og að hámark styrkja verði 1,5 millj. kr.