Ferill 725. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1166  —  725. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um byrlanir.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hyggst lögreglan byrja á því að safna tölfræðiupplýsingum um byrlanir sem hún safnar ekki nú, sbr. svar ráðherra við fyrirspurn á yfirstandandi löggjafarþingi (þskj. 416, 205. mál)?
     2.      Hvaða vinna stendur yfir til að sporna við byrlunum?
     3.      Hyggst ráðherra leggja til að byrlun verði skilgreind sem sjálfstætt brot í almennum hegningarlögum, nr. 19/1940?


Skriflegt svar óskast.