Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1195, 152. löggjafarþing 414. mál: landlæknir og lýðheilsa (skimunarskrá).
Lög nr. 43 22. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007 (skimunarskrá).


1. gr.

     Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Landlæknir skal í samræmi við lög þessi og reglugerð sem ráðherra setur skipuleggja og halda miðlæga meðferðartengda heilbrigðisskrá á landsvísu í tengslum við krabbameinsskimanir sem nefnist skimunarskrá. Tilgangur skrárinnar er að stuðla að samræmdri og markvissri framkvæmd og eftirfylgni krabbameinsskimana og auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu. Ráðherra er heimilt, í reglugerð, að kveða nánar á um þær persónugreinanlegu upplýsingar sem heimilt er að safna og varðveita, öryggisráðstafanir og réttindi hinna skráðu einstaklinga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. júní 2022.