Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1236  —  686. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um niðurfellingu saksóknar.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu oft hefur ákvörðun lögreglustjóra eða héraðssaksóknara um að falla frá saksókn
verið snúið við af ríkissaksóknara undanfarin tíu ár? Hvert er hlutfall þeirra mála af sakamálum sem hafa verið felld niður eftir rannsókn? Svar óskast sundurliðað eftir ári, brotaflokki, kyni brotaþola, hvort sakborningur eða brotaþoli hafi kært ákvörðunina til ríkissaksóknara og eftir því embætti sem tók ákvörðun um niðurfellingu saksóknar.

    Frá árinu 2011 til 2021 voru 48 mál kærð til ríkissaksóknara þar sem fallið hafði verið frá saksókn á grundvelli 146. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008. Á sama tímabili var ákvörðun lögreglu eða héraðssaksóknara felld úr gildi af ríkissaksóknara í 15 tilvikum. Ríkissaksóknari felldi því úr gildi ákvörðun lögreglu eða héraðssaksóknara um niðurfellingu saksóknar í 29% tilvika þar sem fallið var frá saksókn á grundvelli 146. gr. laga um meðferð sakamála.
    Árin 2011 til 2021 voru 674 mál kærð til ríkissaksóknara sem felld höfðu verið niður af lögreglu eða héraðssaksóknara á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Hlutfall mála þar sem ríkissaksóknari hafði snúið við ákvörðun lögreglu eða héraðssaksóknara um að falla frá saksókn á grundvelli 146. gr. laga um meðferð sakamála af sakamálum sem felld hafa verið niður eftir rannsókn á grundvelli 145. gr. sömu laga og kærð voru til ríkissaksóknara var því 2%.
    Sjá hér á eftir sundurliðun eftir ári, brotaflokki, kyni brotaþola, hvort sakborningur eða brotaþoli hafi kært ákvörðunina til ríkissaksóknara og eftir því embætti sem tók ákvörðun um niðurfellingu saksóknar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.