Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1254  —  531. mál.
3. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja og lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (fjármögnun skilasjóðs, iðgjöld og fyrirkomulag Tryggingarsjóðs vegna fjármálafyrirtækja).

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      1. efnismgr. 1. gr. orðist svo:
                  Ákvæði framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/63 frá 21. október 2014 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar, með breytingu samkvæmt framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1434 frá 14. desember 2015 um leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2015/63 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/59/ESB að því er varðar framlög greidd fyrirfram til fjármögnunarfyrirkomulags vegna skilameðferðar, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 frá 27. september 2019, sbr. einnig bókun 1 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.
     2.      Í stað orðanna „Á eftir 4. málsl. 1. mgr. koma“ í d-lið 13. gr. komi: Við 1. mgr. bætast.