Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1260  —  533. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og fleiri lögum (lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (GHaf, DME, ÁBG, GE, HHH, JPJ, SÞÁ).


     1.      Í stað orðsins „starfsleyfi“ í 2. tölul. g-liðar 3. gr. komi: samþykki.
     2.      Við 1. mgr. 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda“ í 1. tölul. komi: á bls. 303 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 26 frá 21. apríl 2022.
                  b.      6. tölul. orðist svo: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/876 frá 20. maí 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar vogunarhlutfall, hlutfall stöðugrar nettófjármögnunar, kröfur um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar, útlánaáhættu mótaðila, markaðsáhættu, áhættuskuldbindingar gagnvart miðlægum mótaðilum, áhættuskuldbindingar gagnvart sjóðum um sameiginlega fjárfestingu, stórar áhættuskuldbindingar, skýrslugjafarskyldu og birtingarkröfur og reglugerð (ESB) nr. 648/2012, sem er birt á bls. 8 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 5. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.
                  c.      7. tölul. orðist svo: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/873 frá 24. júní 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 575/2013 og (ESB) 2019/876 að því er varðar vissar aðlaganir til að bregðast við COVID-19-faraldrinum, sem er birt á bls. 234 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 5. maí 2022, með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 301/2021 frá 29. október 2021, sem er birt í auglýsingu nr. 4/2022 í C-deild Stjórnartíðinda.
     3.      Við 21. gr. Í stað „15. tölul.“ í d- og e-lið og „66. tölul.“ í e-lið komi: 16. tölul.; og: 67. tölul.
     4.      Í stað „15. tölul.“ í 2. mgr. 53. gr. komi: 16. tölul.
     5.      Í stað orðanna „skv. B-hluta þessa kafla“ í 1. mgr. a-liðar 64. gr. (49. gr. b) komi: samkvæmt þessum hluta VI. kafla.
     6.      E-liður 70. gr. orðist svo: Á eftir orðinu „stjórnarmanni“ og í stað orðsins „hann“ og orðsins „stjórnarsetunnar“ í 6. mgr. kemur: og framkvæmdastjóra; þeir; og: starfans.
     7.      Efnismálsgrein b-liðar 77. gr. orðist svo:
                      Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri skulu starfa af heiðarleika, heilindum og fagmennsku. Þeir skulu vera sjálfstæðir í hugsun þannig að stjórnarmenn geti með skilvirkum hætti metið, gagnrýnt og haft eftirlit með ákvarðanatöku framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóri með ákvarðanatöku stjórnenda sem svara beint til hans.
     8.      Inngangsmálsliður c-liðar 89. gr. orðist svo: Á eftir orðunum „samræmist áhættustefnu fyrirtækisins“ í 3. mgr. kemur.
     9.      Í stað „15. tölul.“ í 1. mgr. f-liðar 102. gr. (83. gr. e) komi: 16. tölul.
     10.      D-liður 112. gr. orðist svo: Í stað orðanna „við eftirlitsaðila“ og tilvísunarinnar „108. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: við lögbær yfirvöld; og: C-hluta þessa kafla.
     11.      Í stað „15. tölul.“ í 3. mgr. d-liðar 115. gr. komi: 16. tölul.
     12.      Í stað orðanna „skv. 4. og 5. málsl.“ í 2. mgr. k-liðar 116. gr. (109. gr. k) komi: samkvæmt þessari málsgrein.
     13.      Við 124. gr.
                  a.      Við bætist nýr stafliður, er verði a-liður, svohljóðandi: Í stað orðsins „fjármálafyrirtækja“ tvívegis í 3. tölul. 1. mgr. kemur: lánastofnana.
                  b.      Við bætist nýr stafliður, er verði c-liður, svohljóðandi: 7. tölul. orðast svo: 18. gr. um að upplýsa skuli um áhættu, áhættustýringu og eigin- og lausafjárstöðu fyrirtækisins og önnur atriði sem um getur í 8. hluta reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
     14.      B-liður 136. gr. orðist svo: Við 3. mgr. bætast þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: X. kafli um eiginfjárauka gildir ekki um Byggðastofnun. Byggðastofnun og Lánasjóður sveitarfélaga ohf. eru undanþegin kröfum um reglubundin skýrsluskil um laust fé og stöðuga fjármögnun. Seðlabanki Íslands getur undanskilið Byggðastofnun og Lánasjóð sveitarfélaga ohf. öðrum kröfum um skýrsluskil samkvæmt lögum þessum eða stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli þeirra ef þau eru ekki nauðsynleg til að Fjármálaeftirlitið geti haft fullnægjandi eftirlit með þeim eða gegnt öðrum hlutverkum sínum, eftir atvikum með því að takmarka kröfur um tíðni eða umfang skýrsluskila frá Byggðastofnun og Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
     15.      143. gr. orðist svo:
                      Ákvæði til bráðabirgða III í lögunum orðast svo:
                      Við setningu reglna skv. 117. gr. b er Seðlabanka Íslands heimilt að vísa til birtingar á reglugerðum í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á ensku. Nýti Seðlabanki Íslands þessa heimild skal hann gera enskar útgáfur reglugerðanna aðgengilegar á vef sínum.
     16.      B-liður 157. gr. orðist svo: Í stað orðanna „stundi það eða hafi stundað starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. kemur: hafi það eða hafi haft veitingu útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi eða eignaleigu að meginstarfsemi.
     17.      B-liður 159. gr. orðist svo: Í stað orðanna „stundi það eða hafi stundað starfsemi skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. þeirra laga“ í 2. málsl. kemur: hafi það eða hafi haft veitingu útlána sem fjármögnuð eru með endurgreiðanlegum fjármunum frá almenningi eða eignaleigu að meginstarfsemi.
     18.      Í stað orðanna „Rekstraraðili skal hafa starfskjarastefnu og starfskjaraframkvæmd sem skal ná til heildarstarfskjara og sem skal tryggja“ í 1. mgr. a-liðar 177. gr. (21. gr.) komi: Rekstraraðili skal setja sér starfskjarastefnu og skal hún og framkvæmd hennar ná til heildarstarfskjara og tryggja.
     19.      XXV. kafli ásamt fyrirsögn falli brott.
     20.      Í stað orðanna „Rekstrarfélag skal hafa starfskjarastefnu og starfskjaraframkvæmd sem skal ná til heildarstarfskjara og sem skal tryggja“ í 1. mgr. a-liðar 206. gr. (17. gr.) komi: Rekstrarfélag skal setja sér starfskjarastefnu og skal hún og framkvæmd hennar ná til heildarstarfskjara og tryggja.
     21.      Á eftir orðunum „þegar gildi“ í 215. gr. komi: 76. gr., a-lið 82. gr., d-lið 177. gr. og d-lið 205. gr. sem taka gildi 1. júlí 2023 gagnvart fjármálafyrirtækjum, rekstraraðilum og rekstrarfélögum sem höfðu þegar haldið aðalfund vegna yfirstandandi reikningsárs 1. júlí 2022.