Ferill 9. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1261  —  9. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (niðurfelling tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og barst umsögn frá Bændasamtökum Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að tollar af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins og eru að öllu leyti upprunnar í Úkraínu falli niður til og með 31. maí 2023.
    Nefndin er einhuga um afgreiðslu málsins og vitnar til ávarps forseta Úkraínu á Alþingi í maí síðastliðnum: „Þess vegna er mikilvægt fyrir frjálsar þjóðir heims að Úkraína verði ekki skilin eftir á berangri og berjist þar ein og afskipt við Rússland. Það er mikilvægt að allar þjóðir leggi hönd á plóg.“
    Frumvarpið er mikilvægur og táknrænn stuðningur við Úkraínu, innflutningur frá landinu er óverulegur, og vitnar nefndin aftur í áðurnefnt ávarp forseta Úkraínu: „Engu skiptir hvort um ræðir lítil ríki eða stór, þegar við berjumst fyrir frelsinu skiptir framlag allra máli.“
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 13. júní 2022.

Guðrún Hafsteinsdóttir,
form., frsm.
Ágúst Bjarni Garðarsson. Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Diljá Mist Einarsdóttir. Guðbrandur Einarsson. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Jóhann Páll Jóhannsson. Steinunn Þóra Árnadóttir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.