Ferill 530. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1274 — 530. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur).
(Eftir 2. umræðu, 14. júní.)
I. KAFLI
Breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991.
1. gr.
2. gr.
3. gr.
Stofnanir ríkisins.
Barna- og fjölskyldustofa styður við þjónustu sem er veitt í þágu barna á grundvelli laga þessara og laga um stofnunina.
4. gr.
a. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Barn á rétt á að tjá sig um mál sem það varðar í samræmi við aldur og þroska. Við meðferð og úrlausn máls sem varðar barn skal taka tillit til sjónarmiða og skoðana barnsins í samræmi við hagsmuni þess hverju sinni.
b. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Samráð við notendur og þátttaka barna.
5. gr.
6. gr.
II. KAFLI
Breyting á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018.
7. gr.
8. gr.
Stofnanir ríkisins.
Barna- og fjölskyldustofa styður við þjónustu sem er veitt í þágu barna á grundvelli laga þessara og laga um stofnunina.
9. gr.
Um rekstrarleyfi og afturköllun þeirra fer samkvæmt ákvæðum laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
10. gr.
Snemmtækur stuðningur, íhlutun og greining.
Ef þjónustuveitandi telur að barn kunni að hafa stuðningsþarfir vegna fötlunar, sem ekki er mætt, og foreldrar viðkomandi barns kjósa að óska ekki eftir samþættingu þjónustu, sbr. 1. mgr., skal þjónustuveitandi taka saman upplýsingar um aðstæður barns sem varpa ljósi á vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og stuðningsþarfir og miðla þeim til þeirra aðila innan sveitarfélags sem bera ábyrgð á skipulagi og þjónustu við fatlað fólk, sbr. 1. mgr. 5. gr.
Viðbrögð þjónustuveitenda samkvæmt þessari grein skulu miða að því að barn fái snemmtækan stuðning og íhlutun. Frumgreining og/eða annars konar mat á þörfum barns skal fara fram svo fljótt sem verða má. Mæta skal stuðningsþörfum barns þótt greining liggi ekki fyrir.
11. gr.
12. gr.
Málstjóri, stuðningsteymi og stuðningsáætlun.
Áður en fatlað barn, sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi, verður 18 ára skal stuðningsteymi gera áætlun þar sem fjallað er um þjónustu fyrir barnið eftir að það nær fullorðinsaldri, eftir atvikum í samstarfi við þjónustuteymi, sbr. 12. gr.
13. gr.
Barn á rétt á að tjá sig um mál sem það varðar. Við meðferð og úrlausn máls sem varðar barn skal taka réttmætt tillit til sjónarmiða og skoðana barnsins í samræmi við hagsmuni þess hverju sinni.
III. KAFLI
14. gr.
15. gr.
Stofnunin tekur þátt í samþættingu þjónustu þegar hún telst þjónustuveitandi í skilningi laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
IV. KAFLI
Breyting á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.
16. gr.
Ef um er að ræða fatlað barn skal réttindagæslumaður í störfum sínum hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi. Hann skal hlusta á skoðanir barnsins og taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska barnsins.
17. gr.
Ef réttindagæslumaður telur að þörfum fatlaðs barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti skal hann veita foreldrum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ef foreldri og/eða barn setur fram beiðni þar að lútandi getur réttindagæslumaður tekið saman upplýsingar um aðstæður barns og miðlað þeim til tengiliðar eða málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns. Að öðru leyti teljast réttindagæslumenn ekki til þjónustuveitenda í skilningi laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
V. KAFLI
Breyting á lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
18. gr.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála á rétt til upplýsinga úr sakaskrá um einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn ákvæðum XXII. og XXIII. kafla almennra hegningarlaga og eftir atvikum refsidóma fyrir brot gegn ákvæðum annarra laga. Ríkissaksóknari skal láta stofnuninni í té afrit dóma ef hún óskar þess. Þess skal ávallt gætt að ekki sé aflað upplýsinga um sakaferil einstaklinga umfram það sem nauðsynlegt er til að stofnunin geti sinnt eftirlitshlutverki sínu.
19. gr.