Ferill 735. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1280  —  735. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um rafræn skilríki.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvað hefur valdið töfum á því að ríkið hefji útgáfu rafrænna skilríkja sem kom fram í tilkynningu frá ráðuneytinu 2. júlí 2021 að stæði til í byrjun þessa árs?
     2.      Hvenær má búast við því að ríkið hefji útgáfu rafrænna skilríkja og hvaða stofnun er fyrirhugað að fela það verkefni?
     3.      Hvaða vinna stendur yfir til að tryggja aðgengi að rafrænni stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera fyrir einstaklinga sem vegna heilsufars eða af öðrum sambærilegum ástæðum geta ekki notað rafræn skilríki og hver er staða þeirrar vinnu?


Skriflegt svar óskast.