Ferill 737. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1283  —  737. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skilyrði fyrir gerð greiðsluáætlunar um skatta og opinber gjöld.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að sú framkvæmd Skattsins að setja launatekjur á Íslandi sem skilyrði fyrir því að einstaklingar sem skulda skatta og opinber gjöld geti fengið gerða greiðsluáætlun samkvæmt 12. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019, sem gerir þeim ókleift að uppfylla skilyrði 16. gr. sömu laga fyrir afskrift krafna vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru eldri en tíu ára, eigi sér stoð í þeim lögum eða að hún samræmist tilgangi og markmiðum þeirra?
     2.      Telur ráðherra umrædda framkvæmd samræmast meginreglum EES-samningsins um frjálsa för vinnuafls og samræmingu á sameiginlega markaðnum?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að breyta lögum og reglum eða hlutast til um breytta framkvæmd skattyfirvalda svo að Íslendingar sem búsettir eru erlendis geti leitað afskrifta krafna vegna þing- og sveitarsjóðsgjalda sem eru eldri en tíu ára?


Skriflegt svar óskast.