Ferill 186. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1289  —  186. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um loftferðir.

Frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar.


     1.      Í stað orðanna „útgefinna réttinda“ í e-lið 1. mgr. 5. gr. komi: réttinda sem eru útgefin.
     2.      Í stað orðanna „og a-lið 2. mgr.“ í 3. mgr. 23. gr. komi: eða a-lið 2. mgr.
     3.      Við 24. gr.
                  a.      Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 3. mgr. komi: 2. mgr.
                  b.      Á eftir orðunum „erlendra ríkisloftfara“ í 4. mgr. komi: loftfara sem skráð eru í erlendu ríki þar sem yfirlýstur tilgangur flugsins er í þágu erlends ríkis og.
     4.      B-liður 1. mgr. 26. gr. orðist svo: fyrirhugað er fallhlífarstökk, eitt stökk eða fleiri sem hluti sýningar/samkomu.
     5.      3. mgr. 101. gr. orðist svo:
             Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um þau skjöl, handbækur og upplýsingar sem skulu vera um borð í loftfari í hverri flugferð og þau gögn og upplýsingar sem skulu geymd á jörðu niðri þegar flug hefst og því lýkur á sama flugvelli eða innan sama svæðis.
     6.      Fyrirsögn 110. gr. orðist svo: Vernd viðkvæmra upplýsinga er varða öryggi.
     7.      4. mgr. 112. gr. orðist svo:
             Ráðherra sem fer með varnarmál er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd þessarar greinar, þ.m.t. um skilgreiningu hergagna og hervopna, skilyrði fyrir heimild, framkvæmd flutnings, geymslu, eftirlit, umsóknir og umsóknargögn, undanþágur frá banni skv. 1. og 2. mgr., sbr. þó 111. gr., skilyrði fyrir undanþágum og bann við flutningi annars varnings en hergagna og hervopna til að halda uppi allsherjarreglu og öryggi.
     8.      Við 114. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Í kjölfar slyss skal nafn einstaklings sem var um borð ekki birt opinberlega fyrr en tengdur einstaklingur, sbr. 1. mgr., hefur verið upplýstur. Jafnframt skal nafn farþega ekki birt opinberlega hreyfi tengdur einstaklingur, sbr. 1. mgr., andmælum við slíkri opinberri birtingu.
     9.      Við 115. gr.
                  a.      Orðliðurinn „viðbúnaðar-“ í c-lið falli brott.
                  b.      S-liður falli brott.
     10.      Við 141. gr. bætist: til samræmis við auglýstan flokk björgunar- og slökkviþjónustu.
     11.      2. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. 146. gr. falli brott.
     12.      147. gr. orðist svo:
             Ákveði ráðherra að setja skuli skipulagsreglur fyrir flugvöll skal hann skipa starfshóp með þátttöku Samgöngustofu, rekstraraðila flugvallarins og hlutaðeigandi sveitarfélaga sem annast gerð tillögu að reglunum. Ráðherra skipar formann starfshópsins án tilnefningar. Markmið starfshópsins skal vera að tillaga að skipulagsreglum tryggi flugöryggi með fullnægjandi hætti með sem minnstum takmörkunum á skipulag þeirra svæða í kringum flugvöllinn sem reglurnar taka til.
             Starfshópurinn skal kynna tillögu að skipulagsreglum flugvallar í opnu samráði í a.m.k. sex vikur með áberandi hætti og skora á eigendur mannvirkja og aðra sem hlut eiga að máli að gera athugasemdir. Starfshópurinn skal taka rökstudda afstöðu til þeirra umsagna sem fram kunna að koma. Sé fyrirhugað að gera breytingar á þeirri tillögu sem lögð var fram til umsagnar skal gefa þeim sem í hlut eiga færi á því að kynna sér breytta tillögu áður en hún er lögð fyrir ráðherra. Skal frestur til athugasemda við breytta tillögu vera að lágmarki tvær vikur.
             Að lokinni málsmeðferð skv. 2. mgr. sendir starfshópurinn ráðherra tillögu sína að skipulagsreglum ásamt greinargerð. Hyggist ráðherra víkja frá tillögu starfshópsins skal hann gefa starfshópnum tækifæri til umfjöllunar um þær breytingar og jafnframt kynna þær í opnu samráði eftir því sem tilefni er til.
             Skipulagsreglur flugvallar taka gildi þegar þær hafa verið staðfestar af ráðherra og birtar. Staðfestar skipulagsreglur flugvallar skal birta í B-deild Stjórnartíðinda og á vefsíðu rekstraraðila flugvallar. Ef gildandi skipulagsreglum flugvallar er breytt skal beita sömu aðferð og við setningu nýrra.
             Sveitarfélögum ber að gæta þess að skipulagsáætlanir þeirra og aðrar ákvarðanir á grundvelli skipulagslaga samræmist skipulagsreglum flugvalla frá því að skipulagsreglurnar taka gildi. Þá skulu skipulagsáætlanir sveitarfélaga að fullu samræmdar skipulagsreglum flugvallar innan fjögurra ára frá gildistöku reglnanna. Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. er sveitarstjórn þó heimilt að fresta endurskoðun skipulagsáætlunar í allt að átta ár, enda séu fyrir því gildar ástæður og fyrir liggi jákvæð umsögn rekstraraðila flugvallar.
             Ráðherra setur reglugerð um málsmeðferð samkvæmt þessari grein þar sem m.a. er kveðið á um fjölda fulltrúa og lausn ágreiningsmála í starfshópi skv. 1. mgr., auglýsingu tillögu að skipulagsreglum o.fl., að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
     13.      3. mgr. 150. gr. orðist svo:
             Samgöngustofu er heimilt að kveða á um að merki, ljós, búnað, tæki eða fjarskipti sem telja má að flugumferð stafi hætta af megi ekki setja upp og nota eða, ef þörf krefur, nema þau brott eða færa í annað horf.
     14.      Orðin „frá lokum frests“ í 4. málsl. 2. mgr. 151. gr. falli brott.
     15.      4. málsl. 6. mgr. 159. gr. falli brott.
     16.      Við 198. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skv. 1. mgr.“ í a-lið 1. mgr. komi: skv. 195. eða 197. gr.
                  b.      Í stað orðanna „skv. 1. mgr. og a-lið 2. mgr.“ í b-lið 1. mgr. komi: skv. 195. eða 197. gr.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Gjöld skv. 195. gr. skulu tryggð með lögveði í loftförum eða loftfarshlutum eiganda eða umráðanda loftfars sem skráð er hér á landi. Gjöld skv. 197. gr. skulu tryggð með lögveði í því loftfari sem í hlut á og skráð er hér á landi eða loftfarshlutum. Gjöldin skulu jafnrétthá en eldri kröfur skulu ganga framar yngri. Þó skulu kröfur vegna björgunar, sbr. 225. gr. laga þessara og skv. 12. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, með síðari breytingum, ganga framar öðrum kröfum í þeirri röð sem þeirra er getið.
     17.      Í stað orðsins „þær“ í 3. mgr. 199. gr. komi: hátternisreglur skv. 1. mgr.
     18.      Í stað orðanna „falla þar undir“ í c-lið 200. gr. komi: falla undir val á þjónustuaðila.
     19.      Við 1. mgr. 204. gr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: flutningi er flýtt.
     20.      Y-liður 1. mgr. 246. gr. falli brott.
     21.      Við 247. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
             Sátt samkvæmt ákvæði þessu er aðfararhæf 30 dögum eftir að málsaðilar hafa staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
             Heimilt er að kveða á um í sátt samkvæmt ákvæði þessu að greiða skuli dráttarvexti af fjárhæð sáttarinnar sé hún ógreidd 45 dögum eftir að málsaðilar hafa staðfest efni hennar með undirskrift sinni.
     22.      Á undan 258. gr. komi nýtt kaflanúmer: XXII. KAFLI.
     23.      Í stað orðanna „og/eða“ í 2. málsl. 272. gr. komi: eða.