Ferill 699. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1310  —  699. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og lögum um loftslagsmál (geymsla koldíoxíðs).

(Eftir 2. umræðu, 15. júní.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „niðurdælingar“ í 19., 21. og 22. mgr. kemur: geymslu.
     b.      Í stað orðsins „niðurdælingarsvæðis“ í 20. mgr. kemur: geymslusvæðis.
     c.      23. mgr. orðast svo:
                  Hentugar jarðmyndanir til geymslu eru jarðmyndanir sem hafa eiginleika sem stuðla að öruggri og áreiðanlegri geymslu koldíoxíðs neðan jarðar.
     d.      24. mgr. orðast svo:
                  Geymsla koldíoxíðs í jörðu er niðurdæling og síðan geymsla koldíoxíðsstrauma í jarðmyndunum neðan jarðar.
     e.      25. mgr. orðast svo:
                  Geymslugeymir er geymslusvæðið, þ.e. jarðmyndanir þess og allt sem getur haft áhrif á öryggi og áreiðanleika geymslu koldíoxíðs á svæðinu.
     f.      26. mgr. orðast svo:
                  Geymslusvæði er skilgreint svæði innan jarðmyndana sem notað er til geymslu koldíoxíðs auk tilheyrandi búnaðar, hvort sem hann er ofan jarðar eða neðan jarðar.
     g.      27. mgr. orðast svo:
                  Rekstrartímabil geymslusvæðis er tíminn frá því að starfsleyfi er gefið út og niðurdæling og geymsla koldíoxíðs hefst á geymslusvæði og þar til starfsemi lýkur.

2. gr.

     a.      Í stað orðsins „niðurdælingarsvæði“ í a-lið 1. mgr. 22. gr., 5. tölul. 33. gr. b, tvívegis í 1. mgr. og 5. mgr. 33. gr. c, 2. mgr. 33. gr. e, 1. mgr. 33. gr. f, tvívegis í inngangsmálslið og 1. og 3. tölul. 1. mgr. 33. gr. g, 1. og 2. mgr. 33. gr. j og 7. mgr. 67. gr. laganna kemur: geymslusvæði.
     b.      Í stað orðsins „niðurdælingarsvæðis“ í 2. tölul. 33. gr. b og a-lið 4. mgr. 33. gr. d laganna kemur: geymslusvæðis.
     c.      Í stað orðsins „niðurdælingarsvæða“ í 6. tölul. 33. gr. b laganna kemur: geymslusvæða.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. a laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 Þessi kafli gildir um geymslu koldíoxíðs í jörðu, innan efnahagslögsögu og á landgrunni Íslands.
     b.      Orðið „varanlegri“ í 3. mgr. fellur brott.

4. gr.

    Í stað orðsins „niðurdælingar“ í 1., 3. og 4. tölul. 33. gr. b, 1. mgr., tvívegis í 2. mgr., tvívegis í 3. mgr., 4. og 6. mgr. 33. gr. c, 2. mgr. 33. gr. f, 1. mgr. 33. gr. j og 6. tölul. 1. mgr. 67. gr. laganna kemur: geymslu.

5. gr.

     a.      Í stað orðsins „niðurdælingargeymis“ í 1. tölul. 33. gr. b og 4. mgr. 33. gr. c laganna kemur: geymslugeymis.
     b.      Í stað orðsins „niðurdælingargeymi“ í 2. tölul. 33. gr. b, 2. og 3. mgr. 33. gr. c og 2. mgr. 33. gr. e laganna kemur: geymslugeymi.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. c laganna:
     a.      Í stað orðsins „niðurdælingaráætlun“ í 2. mgr. kemur: heildarmagn koldíoxíðs sem verður dælt niður og geymt.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Könnun og starfsleyfi til geymslu.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. d laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                 Koldíoxíðsstraumur til niðurdælingar og geymslu skal ekki innihalda úrgang. Koldíoxíðsstraumur getur þó innihaldið tilfallandi tengd efni úr uppsprettunni, fönguninni eða niðurdælingarferlinu og snefilefni sem bætt er í hann til að auðvelda vöktun.
     b.      2. mgr. fellur brott.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Samsetning koldíoxíðsstraums til geymslu.

8. gr.

    Í stað orðanna „niðurdælingar koldíoxíðs til varanlegrar geymslu“ í 3. mgr. 33. gr. f laganna kemur: geymslu koldíoxíðs.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 33. gr. g laganna:
     a.      Orðin „eða steinrunnið“ í 1. tölul. falla brott.
     b.      Á eftir orðinu „niðurdælingu“ í 3. tölul. bætist: og geymslu.

10. gr.

    33. gr. h laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Aðgangur þriðja aðila að flutningskerfi og geymslusvæði.

    Mögulegir notendur skulu hafa aðgang að flutningskerfi koldíoxíðs og/eða geymslusvæði rekstraraðila, í þeim tilgangi að flytja þangað og dæla þar niður koldíoxíði til geymslu. Rekstraraðila er heimilt að innheimta fyrir það gjald.
    Rekstraraðila er heimilt að synja um aðgang að flutningskerfi og/eða geymslusvæði, að teknu tilliti til eftirfarandi viðmiða:
     a.      geymslugetu sem eðlilegt er að sé tiltæk á geymslusvæði,
     b.      markmiðs íslenskra stjórnvalda samkvæmt alþjóðalögum um kolefnisföngun og geymslu koldíoxíðs,
     c.      nauðsynjar þess að synja um aðgang í tilvikum þegar tækniforskriftir eru ósamrýmanlegar og erfitt er að bæta úr,
     d.      fjölda þeirra aðila sem óska eftir aðgangi.
    Rekstraraðila er einkum heimilt að synja um aðgang vegna skorts á rými ef tækniforskriftir eru ósamrýmanlegar og í þeim tilvikum þegar tenging er ekki til staðar og erfitt er að bæta úr. Synji rekstraraðili um aðgang að flutningskerfi og/eða geymslusvæði skal sú ákvörðun rökstudd.

11. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. i laganna:
     a.      Í stað orðsins „niðurdælingarsvæði“ í 1. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. kemur geymslusvæði.
     b.      2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Lausn deilumála vegna aðgangs að flutningskerfi og geymslusvæði.

12. gr.

    Orðin „eða steinrunnið“ í 2. mgr. 33. gr. j laganna falla brott.

13. gr.

    Fyrirsögn VI. kafla A laganna verður: Geymsla koldíoxíðs í jörðu.

14. gr.

    Töluliður 6.9 í viðauka I við lögin orðast svo: Föngun koldíoxíðsstrauma frá atvinnurekstri sem fellur undir lög þessi til geymslu í jörðu.

15. gr.

    Nýr töluliður bætist við viðauka II við lögin, svohljóðandi: Geymsla koldíoxíðs í jörðu.

II. KAFLI
Breyting á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.
16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. viðauka við lögin:
     a.      Orðið „varanlegrar“ í lið 3.09, 3.10 og 3.20 fellur brott.
     b.      Í stað orðsins „Niðurdælingarsvæði“ í lið 3.18 kemur: Geymslusvæði.

III. KAFLI
Breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.
17. gr.

    Í stað orðsins „niðurdælingu“ í 5. mgr. 21. gr. b laganna kemur: geymslu.

18. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.