Ferill 583. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1311  —  583. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (stækkanir virkjana í rekstri).

(Eftir 2. umræðu, 15. júní.)


1. gr.

    Í stað 2. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hún tekur þó ekki til stækkunar á virkjun sem sökum stærðar fellur undir verndar- og orkunýtingaráætlun nema stækkunin feli í sér að svæði sem ekki hefur verið raskað af viðkomandi virkjun verði raskað að mati Orkustofnunar. Stofnunin skal leita umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands áður en hún tekur ákvörðun samkvæmt ákvæði þessu.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.