Ferill 597. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1313  —  597. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (dvalar- og atvinnuleyfi).

(Eftir 2. umræðu, 15. júní.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um útlendinga, nr. 80/2016.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „18–26 ára“ í 1. mgr. kemur: 18–31 árs.
     b.      3. mgr. orðast svo:
                      Dvalarleyfi samkvæmt ákvæði þessu skal að jafnaði að hámarki veitt til eins árs. Heimilt er þó að endurnýja leyfið um allt að eitt ár þegar samningur við ríki heimilar lengri dvöl en til eins árs.

II. KAFLI

Breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 18. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „26 ára“ í 1. málsl. kemur: 31 árs.
     b.      3. málsl. orðast svo: Skilyrði er að útlendingnum hafi áður verið veitt dvalarleyfi vegna samnings Íslands við erlent ríki samkvæmt lögum um útlendinga.
     c.      4. málsl. orðast svo: Heimilt er að framlengja slík atvinnuleyfi um allt að eitt ár þegar slíkir samningar heimila lengri dvöl en til eins árs.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.