Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1314  —  692. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, nr. 43/1999 (hækkun hlutfalls endurgreiðslu).

(Eftir 2. umræðu, 15. júní.)


1. gr.

    Á eftir 1. mgr. 5. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 1. mgr. skal hlutfall endurgreidds framleiðslukostnaðar vera 35% af framleiðslukostnaði skv. 2. gr. og 5. gr. a fyrir framleiðslu sem, auk annarra skilyrða laga þessara, uppfyllir öll eftirfarandi skilyrði:
     1.      Framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefnis hér á landi er að lágmarki 350 millj. kr.
     2.      Um er að ræða framleiðslu þar sem starfsdagar hér á landi eru að lágmarki 30, hvort sem um er að ræða tökudaga eða starfsdaga við skilgreinda eftirvinnslu verkefnis. Af 30 starfsdögum skv. 1. málsl. skulu þó ávallt að lágmarki vera 10 tökudagar hér á landi.
     3.      Fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu er að lágmarki 50 og nemi sú vinna að lágmarki 50 starfsdögum. Skilyrði er að launa- eða verktakagreiðslur þessara starfsmanna séu skattlagðar hér á landi.

2. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 5. gr.“ í a-lið 3. mgr. 5. gr. a laganna kemur: 3. mgr. 5. gr.

3. gr.

    Í stað tilvísunarinnar „5. mgr. 5. gr.“ í 2. málsl. 8. gr. laganna kemur: 6. mgr. 5. gr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Ákvæði til bráðabirgða.

    Ráðherra skal láta óháðan aðila gera úttekt á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, þar á meðal hagrænum áhrifum þeirra og samfélagslegum ávinningi. Þá skal úttektin fjalla um hvernig til hafi tekist við hækkun á hlutfalli endurgreiðslu fyrir stærri verkefni. Úttektinni skal lokið fyrir árslok 2024 og niðurstöður hennar birtar opinberlega.