Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1327  —  541. mál.




Svar


mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Hildu Jönu Gísladóttur um Vetraríþróttamiðstöð Íslands.


     1.      Hver er aðkoma ríkisins að Vetraríþróttamiðstöð Íslands á Akureyri?
    Vetraríþróttamiðstöð Íslands (VMÍ) var stofnuð af menntamálaráðuneytinu, Akureyrarbæ, Íþróttasambandi Íslands og Íþróttabandalagi Akureyrar. Um starfsemi VMÍ gildir reglugerð nr. 362/1995. Vetraríþróttamiðstöðin er þjónustustofnun sem hefur það meginhlutverk að efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu og útivist. Með því er miðstöðinni ætlað að stuðla að heilbrigðu lífi og heilsurækt meðal almennings. Mennta- og barnamálaráðuneytið á einn fulltrúa í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands, Akureyrarbær á tvo fulltrúa í stjórn auk þess sem Íþróttabandalag Akureyrar og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands eiga einn fulltrúa hvort.

     2.      Stendur til að efla Vetraríþróttamiðstöð Íslands með markvissum hætti? Ef svo er, hvernig?
    Ekki hefur verið samningur í gildi um aðkomu mennta- og barnamálaráðuneytisins að starfsemi VMÍ frá árinu 2008. Fast rekstrarframlag til Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands hefur ekki verið veitt frá árinu 2019. Til stendur að kanna möguleika á aðkomu mennta- og barnamálaráðuneytis að slíku verkefni.