Ferill 741. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 1331  —  741. mál.
Leiðréttur texti.
Frumvarp til laga


um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
     1.      Alan Ernest Deverell, f. 1955 í Bretlandi.
     2.      Ekaterina Marnitcyna, f. 1977 í Kasakstan.
     3.      Houda Echcharki, f. 1993 í Marokkó.
     4.      John William Grant, f. 1968 í Bandaríkjunum.
     5.      Juliet Onovweruo, f. 1982 í Nígeríu.
     6.      Kelly Yohanna Avila Garcia, f. 1986 í Venesúela.
     7.      Marcin Jan Makuch, f. 1983 í Póllandi.
     8.      Nathaniel Berg, f. 1965 á Íslandi.
     9.      Polina Oddr, f. 2000 í Úkraínu.
     10.      Shirlee Jean Larson, f. 1955 í Bandaríkjunum.
     11.      Tímea Nagy, f. 1989 í Tékkóslóvakíu.
     12.      Uhunoma Osayomore, f. 1999 í Nígeríu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Allsherjar- og menntamálanefnd hefur borist 71 umsókn um ríkisborgararétt á vorþingi 152. löggjafarþings en skv. 1. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum að fengnum umsögnum Útlendingastofnunar og lögreglustjóra á dvalarstað umsækjanda, sbr. 2. mgr. 6. gr. Þau gögn bárust einungis vegna hluta umsóknanna og leggur nefndin til að umsækjendum á 12 umsóknum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni. Aðrar umsóknir koma til meðferðar síðar enda hafi nauðsynleg gögn borist.