Ferill 596. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1345 — 596. mál.
3. umræða.
Breytingartillaga
við frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998 (sala á framleiðslustað).
Frá Bryndísi Haraldsdóttur.
Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2023“ í 8. gr. komi: 1. júlí 2022.
Greinargerð.
Fyrirliggjandi frumvarp varðar mikla hagsmuni fyrir framleiðendur. Mikilvægt er að lögin taki gildi fyrr en mælt er fyrir um í frumvarpinu svo að unnt verði að bjóða upp á sölu á framleiðslustað á háannatíma ferðaþjónustunnar í sumar. Er því lagt til að gildistakan verði færð fram til 1. júlí 2022 enda sé þá svigrúm til setningar reglugerðar sem kveðið er á um í frumvarpinu.