Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
Lög
um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis).
________
1. gr.
Vinnumálastofnun er heimilt að víkja frá skilyrði a-liðar 1. mgr. 7. gr., sbr. a-lið 1. mgr., þegar atvinnurekandi sendir starfsmann sinn tímabundið til starfa við starfsstöð sína hér á landi enda sé um að ræða starfsmann atvinnurekanda með ótímabundna ráðningu sem sérfræðingur við starfsstöð hans erlendis. Ef um er að ræða starfsmann atvinnurekanda með ótímabundna ráðningu sem stjórnandi við starfsstöð atvinnurekanda erlendis er Vinnumálastofnun heimilt að víkja frá skilyrðum a-liðar 1. mgr. 7. gr., sbr. a-lið 1. mgr., sem og b–d-lið 1. mgr. Vinnumálastofnun óskar eftir rökstuðningi atvinnurekanda varðandi nauðsyn þess að viðkomandi útlendingur komi til starfa við starfsstöð hans hér á landi telji stofnunin slíkt nauðsynlegt.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
_____________
Samþykkt á Alþingi 16. júní 2022.