Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1409  —  667. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson um útvistun aðgerða vegna of langs biðtíma.


     1.      Hversu mörgum liðskiptaaðgerðum, annars vegar á mjöðm og hins vegar á hné, var útvistað til aðgerða erlendis vegna of langs biðtíma hér á landi á árunum 2017–2021? Hversu mörgum efnaskiptaaðgerðum (offituaðgerðum) var útvistað til aðgerða erlendis af sömu ástæðu á árunum 2017–2021?
    Tafla yfir samþykktar umsóknir hjá Sjúkratryggingum Íslands árin 2017–2021:
Tegund aðgerðar Liðskipti hné Liðskipti mjöðm Efnaskiptaaðgerðir
2017 19 24 0
2018 52 43 5
2019 27 18 102
2020 9 10 69
2021 8 4 130

     2.      Hver var kostnaður ríkisins vegna greiðsluþátttöku í útvistuðum aðgerðum, sundurliðað eftir framangreindum þremur aðgerðaflokkum? Bar ríkið annan kostnað af þessum aðgerðum en beina greiðsluþátttöku?
    Tafla yfir greiddan meðferðarkostnað, ferðakostnað og uppihald:
Tegund aðgerðar Fjöldi aðgerða Meðferðarkostnaður Ferðakostnaður og uppihald
2017
Liðskipti hné 6 7.879.935 kr. 1.540.507 kr.
Liðskipti mjöðm 10 15.355.366 kr. 2.254.841 kr.
2018
Liðskipti hné 19 25.782.160 kr. 8.292.225 kr.
Liðskipti mjöðm 6 7.948.990 kr. 2.838.927 kr.
Efnaskiptaaðgerðir 4 3.019.890 kr. 746.180 kr.
2019
Liðskipti hné 24 33.862.088 kr. 6.047.944 kr.
Liðskipti mjöðm 12 14.523.198 kr. 5.192.289 kr.
Efnaskiptaaðgerðir 70 69.134.660 kr. 9.985.150 kr.
2020
Liðskipti hné 10 13.401.180 kr. 4.557.350 kr.
Liðskipti mjöðm 8 11.445.050 kr. 3.645.880 kr.
Efnaskiptaaðgerðir 36 37.263.935 kr. 5.915.052 kr.
2021
Liðskipti hné 0 - kr. - kr.
Liðskipti mjöðm 3 6.703.982 kr. 1.960.410 kr.
Efnaskiptaaðgerðir 53 59.658.973 kr. 10.079.699 kr.

     3.      Var aðgerðum úr öðrum aðgerðaflokkum útvistað til aðgerða erlendis á árunum 2017– 2021 vegna of langs biðtíma? Ef svo er, hvaða aðgerðir voru það? Hver var kostnaðurinn af þeim?
    Greiddur var kostnaður vegna eftirfarandi umsókna á árunum 2017–2021 í öðrum aðgerðarflokkum:
Tegund aðgerðar Fjöldi aðgerða Meðferðarkostnaður Ferðakostnaður og uppihald
2017
Enginn annar aðgerðarflokkur greiddur
2018
Bakspenging 1 1.853.952 kr. 422.058 kr.
Brennsluaðgerð hjarta 1 1.247.182 kr. 486.505 kr.
2019
Brennsluaðgerð hjarta 2 2.228.211 kr. 1.038.094 kr.
2020
Brennsluaðgerð hjarta 3 6.703.982 kr. 1.288.329 kr.
2021
Enginn annar aðgerðarflokkur greiddur

     4.      Hversu margir erlendir þjónustuveitendur í hverjum framangreindra þriggja aðgerðaflokka veittu hina útvistuðu þjónustu á árunum 2017–2021? Hverjir eru þessir þjónustuveitendur, greint eftir þjóðerni og vinnustöðum í einu landi eða fleirum, eftir atvikum?
    Langflestar aðgerðir vegna biðtíma fara fram á Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Ef Sjúkratryggingar Íslands eiga að taka saman sérstaklega upplýsingar um hvern og einn þjónustuveitenda þarfnast það lengri svarfrests.

     5.      Er rétt að einstaklingum sem leituðu eftir útvistuðum aðgerðum hér á landi á árunum 2017–2021 vegna of langs biðtíma hafi verið neitað um greiðsluþátttöku á grunni þess að viðkomandi þjónustuaðilar höfðu ekki þjónustusamninga við Sjúkratryggingar Íslands eða vegna stöðu slíkra samninga? Ef svo er ekki, af hverju var beiðnum hafnað?
    Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki heimild til greiðsluþátttöku hjá þjónustuveitendum innan lands á grundvelli reglugerðar nr. 442/2012 vegna langs biðtíma. Þá taka Sjúkratryggingar Íslands til nauðsynlegra rannsókna og meðferðar hjá sérgreinalæknum sem samið hefur verið um, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar.

     6.      Hvernig fór fram athugun á því hvort erlendir þjónustuaðilar sem aðgerðum var útvistað til hefðu þjónustusamning við opinbera aðila í viðkomandi landi og uppfylltu skilyrði sem gerð eru til innlendra þjónustuaðila?
    Sjúkratryggingar Íslands leita til systurstofnana í meðferðarlandi til að fá staðfest að þjónustuveitendur séu sannanlega með samninga við hið opinbera í viðkomandi landi varðandi meðferðirnar. Ekki er krafist að þeir uppfylli skilyrði hér á landi heldur skilyrði þeirra landa sem þjónustan er veitt í.

     7.      Hverjar eru greiðslur Sjúkratrygginga Íslands til þjónustuveitenda vegna útvistaðra aðgerða samanborið við verðskrá gildandi samninga sömu þjónustuveitenda við opinbera aðila í þeim löndum sem viðkomandi þjónustuveitandi starfar?
    Sjúkratryggingar Íslands eru ekki með upplýsingar um verðskrá milli opinberra aðila í öðrum löndum og þjónustuveitenda.