Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1412, 152. löggjafarþing 598. mál: útlendingar (flutningur þjónustu milli ráðuneyta).
Lög nr. 57 28. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um útlendinga, nr. 80/2016 (flutningur þjónustu milli ráðuneyta).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „kærunefnd útlendingamála“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: stjórnvaldi sem fer með framkvæmd 27. og 33. gr.
  2. Í stað orðsins „Stofnunum“ þrívegis í 2. mgr. kemur: Stjórnvöldum.
  3. Á eftir orðunum „kærunefnd útlendingamála“ í 3. mgr. kemur: stjórnvald sem fer með framkvæmd 27. og 33. gr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Læknisskoðun fer fram á vegum þess stjórnvalds sem fer með framkvæmd þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 27. og 33. gr.
  2. 1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Sæki fylgdarlaust barn um alþjóðlega vernd skal stjórnvald sem fer með framkvæmd 27. og 33. gr. tryggja að barnið fái þjónustu í samræmi við aldur þess og þroska en Útlendingastofnun skal tryggja að barnið fái málsmeðferð í samræmi við aldur þess og þroska.


3. gr.

     Í stað orðsins „Útlendingastofnun“ í 3. málsl. 7. mgr. 33. gr. laganna kemur: stjórnvald sem fer með þjónustu samkvæmt þessari grein.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.