Ferill 535. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1429  —  535. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um einstaklinga sem ekki eiga íbúðarhúsnæði.


    Hér að aftan eru nokkrar töflur með upplýsingum frá skattyfirvöldum sem veita svör við fyrirspurn.

     1.      Hversu margir einstaklingar, 18 ára og eldri, hafa aldrei verið eigendur að íbúðarhúsnæði?
    Tafla 1 sýnir fjölda einstaklinga, 18 ára og eldri, sem allt frá álagningu árið 1993, vegna eigna í árslok 1992, hafa aldrei, fram til álagningar 2022, talið fram fasteignir, ýmist sjálfir eða ásamt maka, á skattframtali.
    Upplýsingarnar eru flokkaðar eftir aldri og kyni framteljenda en til samanburðar eru allir framteljendur.

     2.      Hversu margir hafa verið eigendur að húsnæði en eru það ekki núna? Hversu margir þeirra hafa ekki átt íbúðarhúsnæði:
                  a.      undanfarin þrjú ár,
                  b.      undanfarin fimm ár?

    Við samantekt á tölfræði er miðað við eignir einstaklinga eins og þær eru skráðar á eignasíðu skattframtals í kafla 4.1. Eignum hjóna og samskattaðra er skipt jafnt á milli hjóna og sambúðarfólks, óháð því hvort um skráða eign annars aðila að sambandinu sé að ræða. Hér er ekki aðeins um að ræða íbúðarhúsnæði til eigin nota heldur einnig landspildur, jarðarparta og annað slíkt. Þá er eignarhluti í fasteign einnig talinn hér eins og hann er skráður í kafla 4.1 á skattframtali.
    Tafla 2 sýnir fjölda þeirra sem töldu fram húsnæði einhvern tímann frá árslokum 1992 til ársloka 2020, þ.e. áttu ekki húsnæði í árslok 2021. Upplýsingarnar eru flokkaðar á sama hátt og í töflu 1.
    Tafla 2a sýnir fjölda þeirra framteljenda sem töldu fram húsnæði einhvern tíma frá árslokum 1992 til ársloka 2018, en áttu ekki húsnæði í árslok 2019, 2020 og 2021. Upplýsingarnar eru flokkaðar á sama hátt og í töflu 1 og 2.
    Tafla 2b sýnir fjölda þeirra framteljenda sem töldu fram húsnæði einhvern tíma frá árslokum 1992 til ársloka 2016, en áttu ekki húsnæði í árslok 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021. Upplýsingarnar eru flokkaðar á sama hátt og í töflu 1 og 2.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.