Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1474  —  744. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um kostnað ríkisins við borgarlínu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Miðað við fyrirliggjandi áform um fjárstuðning ríkisins við lagningu svokallaðrar borgarlínu, hversu stóran hluta heildarkostnaðar hefur ríkið greitt þegar framkvæmdum við alla áfanga verkefnisins verður lokið?

    Kostnaður vegna framkvæmda við Borgarlínuna kemur fram í áætlun fyrir samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem birtur var á vef Stjórnarráðsins 26. september 2019. Stofnkostnaður við að framkvæma samgönguverkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sammælst um að fjármagna varðandi Borgarlínuna var á verðlagi 2019 áætlaður 49.600 millj. kr.
    Samkvæmt fjármögnunarfyrirkomulagi aðila sem kynnt var á sama tíma mun hlutur ríkisins verða 87,5% af stofnkostnaði við framkvæmd sáttmálans, þ.m.t. Borgarlínuna. Næmi því hlutur ríkisins í þeirri framkvæmd um 43.400 millj. kr. á verðlagi ársins 2019. Það samsvarar liðlega 51.700 millj. kr. á verðlagi í júlí 2022 miðað við byggingarvísitölu.