Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 146  —  2. mál.
1. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


    Á eftir XXIV. kafla komi nýr kafli, XXV. kafli, Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með einni nýrri grein, 59. gr., svohljóðandi:
    Tollur á vörum í tollskrárnúmerunum 2004.1002 og 2005.2002 í tollskrá í viðauka I við lögin verður 0% og 0 kr./kg.

Greinargerð.

    Franskar kartöflur bera 76% toll, sem er hæsti prósentutollur á matvöru í íslensku tollskránni. Samkvæmt fríverslunarsamningum við Kanada og Evrópusambandið eru franskar kartöflur fluttar inn á lægri tolli, eða 46%, og veldur því að neytendur greiða hærra verð fyrir vöruna sem því nemur. Þann 24. ágúst sl. birtist frétt þess efnis að Þykkvabæjar ehf. hefði hætt framleiðslu á frönskum kartöflum. Þar með hefur framleiðslu á frönskum kartöflum á Íslandi verið hætt og standa því engin rök lengur til slíkrar tollverndar. Er því lagt til að innflutningstollur á franskar kartöflur verði afnuminn neytendum og fyrirtækjum til heilla.