Ferill 156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 157  —  156. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um rafræn skilríki í Evrópu.

Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hvers vegna fylgja rafræn skilríki á Íslandi ekki sömu stöðlum og gilda um rafræn skilríki í löndum á Evrópska efnahagssvæðinu og í Evrópusambandinu (e. eID)?
     2.      Í hvaða EES-löndum og ESB-ríkjum stendur Íslendingum ekki til boða að nota rafræn skilríki í samskiptum við þarlend fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld vegna þess að Ísland hefur ekki fylgt samræmdum stöðlum um rafræn skilríki?
     3.      Hvernig var nýttur sá styrkur sem Þjóðskrá Íslands þáði úr Sjóði fyrir samtengda Evrópu til að innleiða skilríkja- og auðkenningargátt í samræmi við eIDAS-reglugerðina innan þriggja ára, sbr. skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar frá 2016 um rafræn skilríki á Norðurlöndum? Hvenær er ráðgert að verkefninu ljúki?


Skriflegt svar óskast.